Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 54

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 54
52 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON ANDVARI vör. Slík var meðfædd kurteisi hans að ég heyrði hann aldrei halla orði á fjarstaddan mann, og þyrfti einhver á hjálp að halda var hún veitt með svo elskulegum og nær því ósýnilegum hætti, ef hann átti þess kost, að maður tók varla eftir öðru en allt hefði gerzt af sjálfu sér. Al- mennar skoðanir Sigurðar hygg ég hafí verið róttækar á borgaralega vísu, enda hafði hann á sinni tíð mikil samskipti við sænska jafnaðar- menn sem þá voru að búa til fyrirmyndarþjóðfélag, og átti á stríðsárun- um samskipti við menn eins og Willy Brandt og Bruno Kreisky — þessi lífsskoðun einkennist einna helzt af húmanisma, mannúðarstefnu. Mörgum verður það á nú á dögum að „dreifa sér“ um of, vasast í of mörgu, því margs þarf við í fámennu þjóðfélagi sem vill vera gjald- gengt á öllum sviðum milljónaþjóða. En þá skiptir mestu máli að hafa forgangsréttinn á hreinu. Sigurður kom víða við, og það gat hann leyft sér, því hann var afar fljótur að öllu. Samt veitti ég því athygli, að hann gerði aldrei neitt óundirbúinn — jafnvel þegar hann stóð upp og hélt litla ræðu, sem algengt var, og virtist gersamlega í tilefni augnabliksins en ævinlega hnyttin og með minnisverðum punkti, þá hafði hann undirbúið ræðuna áður. Því ekkert vex af engu, jafnvel hjá snillingum. En aldrei las hann af blöðum, enda þurfti svo minnugur maður ekki á því að halda. Sigurður kunni vel forgangsrétt sinna mörgu starfa: rannsóknir og skriftir komu þar fremst. Og þar var hann alltaf að, hvenær sem tími gafst, milli fyrirlestra, í áætlunarflugi milli landa, um helgar þegar ekki kallaði annað að. Hin mörgu hlutverk Sigurðar minntu mig á annað vísindastórmenni, Linus Pauling, sem var tvöfaldur og næstum þre- faldur Nóbelsverðlaunahafí. Linus sást einu sinni taka þátt í mótmæla- stöðu gegn Víetnam stríðinu utan við Hvíta húsið í Washington fyrir hádegi en vera þar í veizlu innan dyra síðdegis, þótt aðalstarfíð ynni hann að sjálfsögðu í efnarannsóknastofu sinni. Sigurður Þórarinsson var sömuleiðis jafnheima í veizlusölum með stórmenni og á Heklutindi með myndavél og skrifbók í hönd, eða í mógröf með reku að pæla í öskulögum. 1 [I.VÍSANIR 1) Das Dalvik—Beben in Nordisland 2. )uni 1934, Geogr. Ann. Stockh. 19: 232-277, 1937. 2) Mbl. 8. jan. 1982, s. 10 3) Eldur er í norflri, Sögufélag 1982, s. 108. 4) Hannes Þorsteinsson, Blanda V, s. 63. 5) ]ón Helgason, Arbœkur Réykjavíkur 17S6-1S36. 6) Skýrsla Menntaskólans á Akureyri /yrir 1930—31, s. 4 1. 7) Mýrartiar lala, Nállúrujr. 4: 115—124, 1934.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.