Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 136
134
ÞORSTEINN GVLFASON
ANDVARI
fyrir þeim. Ég vek athygli á þeim vegna þess að þau eru vísbending um
annað sem hver maður kann skil á af reynslu sinni ef að líkum lætur: það
er að hvers konar skáldskapur er helgaður harmi og þjáningu ekki síður en
gleði og gamni og hamingjunni sjálfri. Þegar ég var barn var eitt eftirlæti
mitt „Gimbillinn mælti og grét við stekkinn"; þetta var sungið fyrir mig í
tíma og ótíma og ég fór alltaf að gráta. Ég á það raunar til fram á þennan
dag.
Þetta hlutverk skáldskapar í lífinu er óneitanlega svolítið dularfullt. Við
erum snortin og grætt og erum sólgin í hvorttveggja, þótt við megum ekki
til þess hugsa að annað eins og það sem gerist í bókum gerist líka í raun og
sannleika: ástir í rústunt, hörmuleg dauðsföll, ómælanleg þjáning og hrika-
legt ranglæti. Hugsum okkur unga stúlku. Hún er niðursokkin í Sölku Völku
og djúpt snortin af skilnaði þeirra Arnalds og Sölku á heiðinni. Nú hringir
síminn og henni er sagt af skilnaði vinkonu sinnar og kærasta hennar sem
varð með átakanlegum atvikum kvöldið áður, meira að segja á balli; og hún
er gagntekin af hluttekningu og leggur frá sér bókina. En aftur hringir
síminn: kviksagan frá kvöldinu áður er uppspuni frá rótum. Og hún fyllist
auðvitað heilagri bræði yfir söguburðinum. Nú er þessi saga búin og spurn-
ingin er: af hverju nýtur þessi stúlka ekki sögunnar af vinkonu sinni eins og
sögunnar í bókinni? Hvers vegna reiðist hún? Ekki er hún Halldóri Lax-
ness reið fyrir að liafa spunnið upp söguna af Sölku Völku og grætt fjöld-
ann allan af fólki, eða hvað?12
Hvernig sem við svörum þessum spurningum, ef það er þá hægt að svara
þeim, virðist það nú blasa við að það sé ekki nema hálfur sannleikur sem ég
sagði áðan: að skáldskapur þjónaði sannleikanum ekki síður en fræði og
vísindi og baráttan fyrir frelsi og réttlæti. Hér er komið dæmi þess að við
verðum djúpt snortin, og eins og hrifín af hærra valdi, óháð öllum sann-
leika. Og livers vegna þá ekki af tónlist óháð öllum sannleika?
Það er svolítið freistandi að segja að það sé ekki vitneskja sem við sækj-
umst eftir í skáldsögum heldur skilningur. Segjum það. Þá er stutt í það að
efasemdir kvikni um þátt sannleikans í fræðum og vísindum. Max Black
sagði einhvern tíma að það sé miklu rneiri sannleikur í símaskránni en í
fræðiritum. Vísindi eru ekki fyrst og fremst safn af sannindum um heim-
inn: þau eru miklu fremur tilraunir til að skilja hann. Það er stundum sagt
um stærðfræði, sem er drottning vísindanna, að hún sé mál og þar með
orðaforði sem við tileinkum okkur til að skilja og skýra hlutina: víravirki
snjókristalla, verðbólgu, þyngdaröldur, gangverk í hljóðfæri og útbreiðslu
sjúkdóms. Og mál er ekki safn sanninda sem við kunnum, heldur er það
tækni sem við tileinkum okkur með livers konar þjálfun í orði og verki en
aldrei með ítroðslu eða innrætingu.
Nú er tónlist stundum sögð vera mál: sumir segja hið eina mál sem
mannkynið allt á sameiginlega. Og þetta þarf ekki að vera yfirborðsleg sam-