Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 136

Andvari - 01.01.1985, Qupperneq 136
134 ÞORSTEINN GVLFASON ANDVARI fyrir þeim. Ég vek athygli á þeim vegna þess að þau eru vísbending um annað sem hver maður kann skil á af reynslu sinni ef að líkum lætur: það er að hvers konar skáldskapur er helgaður harmi og þjáningu ekki síður en gleði og gamni og hamingjunni sjálfri. Þegar ég var barn var eitt eftirlæti mitt „Gimbillinn mælti og grét við stekkinn"; þetta var sungið fyrir mig í tíma og ótíma og ég fór alltaf að gráta. Ég á það raunar til fram á þennan dag. Þetta hlutverk skáldskapar í lífinu er óneitanlega svolítið dularfullt. Við erum snortin og grætt og erum sólgin í hvorttveggja, þótt við megum ekki til þess hugsa að annað eins og það sem gerist í bókum gerist líka í raun og sannleika: ástir í rústunt, hörmuleg dauðsföll, ómælanleg þjáning og hrika- legt ranglæti. Hugsum okkur unga stúlku. Hún er niðursokkin í Sölku Völku og djúpt snortin af skilnaði þeirra Arnalds og Sölku á heiðinni. Nú hringir síminn og henni er sagt af skilnaði vinkonu sinnar og kærasta hennar sem varð með átakanlegum atvikum kvöldið áður, meira að segja á balli; og hún er gagntekin af hluttekningu og leggur frá sér bókina. En aftur hringir síminn: kviksagan frá kvöldinu áður er uppspuni frá rótum. Og hún fyllist auðvitað heilagri bræði yfir söguburðinum. Nú er þessi saga búin og spurn- ingin er: af hverju nýtur þessi stúlka ekki sögunnar af vinkonu sinni eins og sögunnar í bókinni? Hvers vegna reiðist hún? Ekki er hún Halldóri Lax- ness reið fyrir að liafa spunnið upp söguna af Sölku Völku og grætt fjöld- ann allan af fólki, eða hvað?12 Hvernig sem við svörum þessum spurningum, ef það er þá hægt að svara þeim, virðist það nú blasa við að það sé ekki nema hálfur sannleikur sem ég sagði áðan: að skáldskapur þjónaði sannleikanum ekki síður en fræði og vísindi og baráttan fyrir frelsi og réttlæti. Hér er komið dæmi þess að við verðum djúpt snortin, og eins og hrifín af hærra valdi, óháð öllum sann- leika. Og livers vegna þá ekki af tónlist óháð öllum sannleika? Það er svolítið freistandi að segja að það sé ekki vitneskja sem við sækj- umst eftir í skáldsögum heldur skilningur. Segjum það. Þá er stutt í það að efasemdir kvikni um þátt sannleikans í fræðum og vísindum. Max Black sagði einhvern tíma að það sé miklu rneiri sannleikur í símaskránni en í fræðiritum. Vísindi eru ekki fyrst og fremst safn af sannindum um heim- inn: þau eru miklu fremur tilraunir til að skilja hann. Það er stundum sagt um stærðfræði, sem er drottning vísindanna, að hún sé mál og þar með orðaforði sem við tileinkum okkur til að skilja og skýra hlutina: víravirki snjókristalla, verðbólgu, þyngdaröldur, gangverk í hljóðfæri og útbreiðslu sjúkdóms. Og mál er ekki safn sanninda sem við kunnum, heldur er það tækni sem við tileinkum okkur með livers konar þjálfun í orði og verki en aldrei með ítroðslu eða innrætingu. Nú er tónlist stundum sögð vera mál: sumir segja hið eina mál sem mannkynið allt á sameiginlega. Og þetta þarf ekki að vera yfirborðsleg sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.