Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 44
42
SIGURÐUR STEINPÓRSSON
ANDVARI
talið að vernda þyrí'ti, rómantík og ílótta frá veruleikanum. En til
eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó
þau, sent gefa mannlegu lífí innihald og meiningu og er ekki
vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem
þeim söfnum, fúnuni líka, en við fáum ekki umflúið dóm kont-
andi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í
þeirra hendur. Pað er stundum hægt að bæta tjón af fjármálaleg-
um eða pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum
eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar
getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin ný-
sköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.1:>
Mál Sigurðar vakti mikla athygli, og varð til þess að Eysteinn Jónsson
menntamálaráðherra skipaði hann og Kristján Eldjárn þjóðminjavörð
í nefnd til að gera drög að lögum um náttúruvernd. Var það í fram-
haldi af þingsályktunartillögu sem samþykkt var 25. febrúar 1949 og
hljóðaði svo: „AlJjingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa
löggjöf um verndun staða, sent eru sérstaklega merkir af náttúru sinni
eða sögu.“36 Pessi mál höfðu verið til umræðu annað veifið um árabil,
bæði á Alþingi og meðal áhugamanna í Hinu íslenzka náttúrufræðifé-
lagi og Ferðafélagi íslands, en lítið þokazt. Nti var látið til skarar
skríða. Kristján Eldjárn benti á að náttúrufræðilegi þátturinn í væntan-
legri löggjöf yrði það mikilvægur að kalla þyrfti til fleiri náttúrufræð-
inga í nefndina og var það gert. Af ýmsum ástæðum dróst að nefndin
skilaði áliti, m. a. vegna þess að Sigurður Þórarinsson var orðinn há-
skólakennari í Svíþjóð um þessar mundir. Haustið 1950 sendi Sigurður
Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra „einskonar uppkast að Itráðabirgða-
lögum um náttúruvernd skv. beiðni ráðuneytisins“3/, og í framhaldi af
því fól Björn Ólafsson, sem nú var orðinn menntamálaráðherra, þeim
Sigurði og Ármanni Snævarr prófessor að semja frumvarp til laga um
náttúruvernd. Gengu þeir frá frumvarpi í samráði við dr. Finn Guð-
mundsson, og var það lagt fram á þingi 1954 ásamt langri greinargerð.
Frumvarpið endurskoðað var loks samþykkt á þingi 1956 sem lög nr.
48/1956, og var það fyrsta heildarlöggjöf íslendinga um þessi mál.
Með lögunum var yfirstjórn náttúruverndarmála í landinu fengin
sjö manna ráðherraskipuðu náttúruverndarráði í Reykjavík og þriggja
manna náttúruverndarnefndum í hverju sýslufélagi og í kaupstöðum,
þar sem þörf er talin á. Var nefndum þessum m. a. gert heimilt að frið-
lýsa náttúrumyndanir, jurtir, dýr og landsvæði, sent merkileg máttu
teljast frá náttúrufræðilegu sjónarmiði, ennfremur að friðlýsa land-