Andvari - 01.01.1985, Side 67
ANDVARI
GUÐMUNDUR (. HAGALÍN
65
að beygja sig fyrir almenningsálidnu, f'rekar en að fylgja eigin upplagi. En
slíkt hlaut að hefna sín, eins og hann rakti raunar manna ltest sjálfur. Upp
úr 1930 koma æ oftar frá honum innihaldslitlar greinar og ritdómar, þótt
áfram séu merkisgreinar innanum.
Megineinkenni sagnaritunar Guðmundar, sem hér hafa verið rakin, eru
öll dæmigerð fyrir vaunsceisstefnuna í bókmenntum, svo sem hún hefur verið
túlkuð undanfarna öld. Skáldið heitir sér að því að skapa lifandi, sannfær-
andi persónur, og að gera skiljanleg viðbrögð þeirra við aðstæðum og at-
burðum, sem gœtu hafa gerst. Ahersla er lögð á lifandi málfar persóna, þær
tala mállýsku, hvort sem hún er staðbundin eða stéttbundin. Svona hefur
almenn fyrirmynd skáldsagnagerðar (og smásagna) verið, a. m. k. frá dög-
um Emile Zola. Það er því fróðlegt að sjá, að Guðmundur Hagalín áttaði sig
snemma á því, að önnur aðferð gæti átt rétt á sér, þar sem stíliinn gengur
á vissan liátt í berhögg við efnið, svo sem tíðkast hefur hjá módernistum allt
frá upphafi þessarar aldar. Árið 1924 segir Guðmundur um Pan eftir Knut
Hamsun:
Ótal ráð á Hamsun til að láta okkur sjá og heyra það, er hann vill.
Málið leikur honum á tungu, og í stílnum eru töfrarnir í algleymingi.
Eins og leiftur fljúga hugsanir gegnum höfuð okkar, myndir fyrir
augu okkar. Stundum eru töfrarnir í því fólgnir, að hver spurningin
rekur aðra og allt snýst fyrir okkur, uns hann heftr komið okkur í það
ástand er honum hentar. Stundum endurtekur hann setningu, eða
það, sem í henni felst, stundum bætir hann við stuttri, Iokkandi at-
hugasemd, og eigi ósjaldan eru töfrarnir í því fólgnir, að hann breyt-
ir örlítið orðaröð eða jafnvel greinarmerkjaskipan. Vilji hann fá okk-
ur til þess að gefa frekari gætur að því, sem á undan er komið, er
hann vís til að bæta við einu hirðuleysislegu „jæja!“ Okkur bregður,
og við tökum að athúga, hvort þetta eigi nú þarna við. Þá má það vel
vera að \ ið uppgötvum eitthvað sem fram hjá okkur hefur farið, t.d.
það, að stígurinn ofan að mylnunni hefur margar sögur að segja."
Þótt Guðmundur bendi hér á eina leið til að yfirstíga raunsæisheíðina, sé
ég ekki að hann haíi nokkru sinni vikið Irá henni sjálfur — nema hún sé skil-
greind þröngt, eins og hann taldi að forvígismenn hennar hefðu gert, því
þeir
vildu ftnna öllu stað efnislega - og í stríðshitanum [í baráttu fyrir
málefnum] gleymdu þeir því, að líftð - og þá um leið ástin - er fyrst
og síðast óskiljanlegur dulardómur — gleymdu einmitt því, sem gefur
lífmu eilífðarbjarmann,
- segir Guðmundur 1926 í grein um Þorstein Erlingsson.12