Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 73

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 73
ANDVARI GUÐMUNDUR G. HAGALÍN 71 mundi Hagalín (eða bara einhverjum) inn í þetta hlutverk mótvægis við Halldór. Það er gert undir yfírskini lotningar, en er auðvitað hinn mesti ó- greiði við Guðmund, og til þess eins fallið að dylja fyrir almenningi raun- verulega kosti hans, eins og ef þrístökkvara væri hrósað fyrir hástökk. En þessi saga sýnir, að þegar fyrir stríð voru verk Guðmundar að hverfa í póli- tísku moldviðri. Gróður og sandfok var svar Guðmundar við ádeilu kommúnista. Þetta er rúmlega 200 bls. bók í litlu broti. Hún birtist 1944 (enda þótt á titilsíðu standi: 1943, því bókin hafði þá legið meira en ár hjá útgefanda, sagði Guð- mundur mér tæpum fjörutíu árum síðar.26) En bókin hefst á grein sem birst hafði í Lesbók Mbl. 1940. í bókinni gerir Guðmundur upp reikningana við kommúnista, bæði á sviði stjórnmála og bókmennta. Hvað fyrrtalda atriðið varðar, þá hefur mér sýnst það vera í megindráttum samantekt á ýmsu sem birst haíði í Alþýðublaðinu undanfarin ár, einkum um ógnar- stjórnina í Sovétríkjunum, 1936—8. Bókmenntaþátturinn virðist mér miklu merkilegri. Guðmundur sýnir fram á alvarlega mótsögn í málflutningi bókmenntahreyfíngar sósíalreal- ista. Það á hann þeim mun hægara með, sem hann gengur að verulegu leyti út frá sömu forsendum og þeir: Til þess að maður geti skáldað um efni, verður hann að þekkja það mjög náið, ekki aðeins vitrænum skilningi og þekkingu. heldur vera innlifaður því. Menn Rauðra penna gerðu síðan vel grein fyrir því, einkum Kristinn E. Andrésson18, hvernig yrkisefnin mótast í meðförum almennings, áður en skáldin taka þau fyrir. Skáldin fást því ekki við hráa atburði, heldur við yrkisefni sem eru þrungin hugmynd- um - ríkjandi hugmyndum samfélagsins. En samkvæmt kenningum marx- ista eru það borgaralegar hugmyndir í auðvaldsþjóðfélagi, þ. e. hugmyndir sem réttlæta ríkjandi skipulag. Marxistar kenna enn, að til að sigrast á þess- um hugmyndaheimi þurfí alþýðan almennt að heyja sigursæla byltingar- baráttu. En stalínistar ætlast til leiðsagnar af skáldum, þ. e. að einstaklingur, skáldið, taki heljarstökk út úr umhverfi sínu og mótifjöldann. Þessa mótsögn afhjúpaði Trotskí þegar árið 1924 í riti sínu, Bókmenntir og bylting, og Guð- mundur Hagalín er mjög á sömu bylgjulengd og Trotskí og aðrir marxist- ar, t. d. Marx sjálfur, andstætt stalínistum.19 Hugsanlegt er að Guðmundur hafí þekkt þetta rit Trotskís beint eða óbeint, í gegnum tímaritsgrein. Ég veit það ekki, enda bendir ekkert til þess beinlínis. Röksemdafærsla Guð- mundar rís einfaldlega af grundvallarviðhorfum hans í skáldskap, raunsæ- isstefnu, svo sem hér hefur verið reynt að lýsa. Guðmundi tekst einkar vel að lýsa þeim ógöngum sem skáld geta lent í með því að fylgja leiðsögn ann- arra, út af sínu eðlilega sviði. Þetta mikla gildi bókarinnar rýrnar ekkert þótt við reynum að átta okkur á takmörkunum hennar. Það var t. d. áreið- anlega rangt að yfírfæra það á Ólaf Jóhann Sigurðsson sem réttilega varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.