Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 70

Andvari - 01.01.1985, Page 70
68 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI lega með, og ræður ferðinni sjálfur - yfirleitt meira leitandi og hikandi en stjórnmálaleiðtoginn, sem getur þar af leiðandi ekki ráðið ferðinni hjá skáldinu. Enda kemur það samfélagi sínu - og málstað - að bestum notum þannig, íhugult og skoðandi hlutina frá ýmsum hliðum. Þessi greinargerð Guðmundar er öll hin yfírvegaðasta sem ég hefi séð um þetta sígilda deilu- mál, og þyrfti að verða aðgengileg almenningi. Hann tók meginatriði henn- ar upp aftur í bókinni Gróður og sandfok, 1943.11 Viðtökur Framan af hefur bókum Guðmundar verið tekið vel, það sem ég hefi séð. En svo fer að versna í því í lok þriðja áratugarins. Mikilvirkur gagnrýnandi, sr. Gunnar Benediktsson, hafbi jafnan á orði, að einu sinni hefði Hagalín verið þokkalegur, en nú væri hann alveg búinn að vera. Rangur þykir mér sá dómur um þróun Guðmundar þessi árin. En hér verður þess að geta, að Gunnar var einn helsti boðandi sósíalrealismans; þ. e. að nú væri kominn tími nýrrar verkalýðslistar, sent auk þess að afltjúpa óvægilega böl auð- valdsþjóðfélagsins, sýndi vígreifa öreigastétt í byltingarbaráttu gegn því þjóðfélagi. Gjarnan mátti þá aðalpersónan taka sinnaskiptum til að aðhyll- ast verkalýðsbaráttu. Með þessu móti legði listin byltingarbaráttunni lið sem fyrirmynd, fordæmi. Þessu fylgir, að á fjórða áratug aldarinnar, einkan- lega, gagnrýna kommúnistar ýmis vinsæl skáld fyrir það, að borgarleg við- horf þeirra valdi því, að þau fjalli ekki um átök samtíðarinnar, enda skorti þau skilning á þeint, þar sem þau hafi fjarlægst hugsunarhátt alþýðunnar. Það eru einkurn Davíð Stefánsson og Guðmundur Hagalín sent verða fyrir þessari gagnrýni. Og ástæðan er ótvírætt sú, að þeir lýsa raunverulegunt hugarheimi alþýðunnar, og á máli hennar sjálfrar — en það er hugmynda- heimur alþýðu sem ekki er byltingarsinnuð. Því litu sósíalrealistar á þessi skáld sem hindrun í vegi byltingaraflanna, álitu verk þeirra viðhalda þess- um hugsunarhætti hjá alþýðu.1:’ Þó keyrði fyrst um þverbak þegar Guðmundur sendi frá sér fyrrnefnda 600 bls. skáldsögu, Sturlu í Vogum, 1938. Um hana skrifaði Gunnar Bene- diktsson, rúmlega heillar síðu ritdóm í Þjóðviljann, en það var a. m. k. þre- föld venjuleg lengd ritdóma þar. Langa grein skrifaði hann svo um söguna — og þó einkum um viðtökur hennar - í bók, árið eftir. Ýmislegt er hér vel athugað hjá Gunnari, einkum um einkenni smásagna Guðmundar, en hon- um finnst einkenna þessa sögu, að atburðarásin sé ærið stórbrotin og reyf- arakennd: . . . þá dynur yfir hvert ólánið af öðru. Um sumarið fýkur megnið af heyi þeirra, einnig hlaða og báturinn sem Sturla hafi til aðdráttar heimilis síns af sjónum [ . . . ] En allir þessir erfiðleikar renna út úr höndunum á skáldinu. Skáldið stillir söguhetju sinni aldrei andspæn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.