Andvari - 01.01.1985, Page 70
68
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
lega með, og ræður ferðinni sjálfur - yfirleitt meira leitandi og hikandi en
stjórnmálaleiðtoginn, sem getur þar af leiðandi ekki ráðið ferðinni hjá
skáldinu. Enda kemur það samfélagi sínu - og málstað - að bestum notum
þannig, íhugult og skoðandi hlutina frá ýmsum hliðum. Þessi greinargerð
Guðmundar er öll hin yfírvegaðasta sem ég hefi séð um þetta sígilda deilu-
mál, og þyrfti að verða aðgengileg almenningi. Hann tók meginatriði henn-
ar upp aftur í bókinni Gróður og sandfok, 1943.11
Viðtökur
Framan af hefur bókum Guðmundar verið tekið vel, það sem ég hefi séð.
En svo fer að versna í því í lok þriðja áratugarins. Mikilvirkur gagnrýnandi,
sr. Gunnar Benediktsson, hafbi jafnan á orði, að einu sinni hefði Hagalín
verið þokkalegur, en nú væri hann alveg búinn að vera. Rangur þykir mér
sá dómur um þróun Guðmundar þessi árin. En hér verður þess að geta, að
Gunnar var einn helsti boðandi sósíalrealismans; þ. e. að nú væri kominn
tími nýrrar verkalýðslistar, sent auk þess að afltjúpa óvægilega böl auð-
valdsþjóðfélagsins, sýndi vígreifa öreigastétt í byltingarbaráttu gegn því
þjóðfélagi. Gjarnan mátti þá aðalpersónan taka sinnaskiptum til að aðhyll-
ast verkalýðsbaráttu. Með þessu móti legði listin byltingarbaráttunni lið sem
fyrirmynd, fordæmi. Þessu fylgir, að á fjórða áratug aldarinnar, einkan-
lega, gagnrýna kommúnistar ýmis vinsæl skáld fyrir það, að borgarleg við-
horf þeirra valdi því, að þau fjalli ekki um átök samtíðarinnar, enda skorti
þau skilning á þeint, þar sem þau hafi fjarlægst hugsunarhátt alþýðunnar.
Það eru einkurn Davíð Stefánsson og Guðmundur Hagalín sent verða fyrir
þessari gagnrýni. Og ástæðan er ótvírætt sú, að þeir lýsa raunverulegunt
hugarheimi alþýðunnar, og á máli hennar sjálfrar — en það er hugmynda-
heimur alþýðu sem ekki er byltingarsinnuð. Því litu sósíalrealistar á þessi
skáld sem hindrun í vegi byltingaraflanna, álitu verk þeirra viðhalda þess-
um hugsunarhætti hjá alþýðu.1:’
Þó keyrði fyrst um þverbak þegar Guðmundur sendi frá sér fyrrnefnda
600 bls. skáldsögu, Sturlu í Vogum, 1938. Um hana skrifaði Gunnar Bene-
diktsson, rúmlega heillar síðu ritdóm í Þjóðviljann, en það var a. m. k. þre-
föld venjuleg lengd ritdóma þar. Langa grein skrifaði hann svo um söguna
— og þó einkum um viðtökur hennar - í bók, árið eftir. Ýmislegt er hér vel
athugað hjá Gunnari, einkum um einkenni smásagna Guðmundar, en hon-
um finnst einkenna þessa sögu, að atburðarásin sé ærið stórbrotin og reyf-
arakennd:
. . . þá dynur yfir hvert ólánið af öðru. Um sumarið fýkur megnið
af heyi þeirra, einnig hlaða og báturinn sem Sturla hafi til aðdráttar
heimilis síns af sjónum [ . . . ] En allir þessir erfiðleikar renna út úr
höndunum á skáldinu. Skáldið stillir söguhetju sinni aldrei andspæn-