Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 89

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 89
ANDVARI JÓNAS JÓNSSON OC; MENNINGARSJÓÐUR 87 staðan skárri en „einvaldur byltingarandi." Framsókn og íhald væru hins vegar „þær tvær súlur, sem halda uppi himni siðmenningarinnar." Þegar íslenskir kommúnistar tóku að láta að sér kveða og stofnuðu stjórnmálaflokk árið 1930, gekk Jónas Jónsson fram fyrir skjöldu oggerðist atkvæðamestur þeirra, sem vildu kveða „þessa óþjóðlegu öfgastefnu“ niður sem fyrst og með harðri hendi ef með þyrfti. Ljóst var, að kenningar kom- múnismans fundu nokkurn hljómgrunn meðal æskufólks í skólum landsins. Jónas, sem þá var kennslumálaráðherra, beitti sér fyrir því, að bönnuð skyldi vist í framhaldsskólum þeim nemendum, sem héldu uppi málflutningi fyrir kenningar kommúnismans. Átti hann hlut að því að nokkrum þeirra var vísað úr skólum. Á öllum sviðum þjóðlífsins vildi hann Iáta mæta kommúnistum með hörðu, áður en „pest einræðisins" næði að sýkja íslenska menningu og íslenskt þjóðlíf. Stafaði að hans dómi hin mesta hætta af áhrifum kommúnismans á sviðum uppeldismála, bókmennta og lista. Árið 1935 hóf göngu sína ársritið Rauðir pennar, undir ritstjórn Kristins E. Andréssonar. Að riti þessu stóð „Félag byltingarsinnaðra rithöfunda“ og voru þar auk Kristins framarlega í fylkingu Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Jóhannes úr Kötlum. Árið 1937 ákváðu þessir menn og ýmsir rithöfundar og menntamenn aðrir, að „stofna bókmenntafélag til viðreisn- ar og eflingar alþýðumenntun íslendinga með skipulagðri útgáfu nytsamra og listrænna bóka, og tryggja þær með því verði, sem ekki er of bátt fyrir alþýðu.“ Bókmenntafélag þetta hlaut nafnið Mál og menning, og fékk strax í upp- hafi blásandi byr. Það bauð félagsmönnum sex bækur á ári fyrir aðeins tíu króna gjald, og voru það hin mestu kostakjör. Þegar árið 1938 voru félags- menn orðnir um 4000 og yfir 5000 árið eftir. Veittist framkvæmdastjóran- um, Kristni E. Andréssyni, auðvelt að laða til samstarfs marga þjóðkunna rithöfunda og menntamenn, ekki aðeins þá sem aðhylltust róttækar stjórn- málaskoðanir, heldur einnig aðra. Þess varð snemma vart, að eindregnustu andstæðingum kommúnista fannst nóg um uppgang Máls og menningar, ekki síst Jónasi Jónssyni. Mun honum og hafa þótt nærri sér höggvið, þar sem hann í liði Máls og menningar sá ekki einungis „byltingarsinnaða" rithöfunda, heldur ýmsa úr röðum borgaralegra manna. Þar mátti greina flokksbróður Jónasar og sam- starfsmann í Menntamálaráði, Pálma Hannesson, er þýddi afar vinsæla Vatnajökulsbók fyrir Mál og menningu. Og síðast en ekki síst var í þessum herbúðum að fínna fornvininn Sigurð Nordal, sem tók að sér að sjá um út- gáfu á Andvökum, úrvali úr ljóðum Stephans G. Stephanssonar, og átti brátt eftir að láta enn meira að sér kveða á þessum vettvangi. Vorið 1938 ritaði Jónas Jónsson tvær greinar í Nýja dagblaðið um Menn- ingarsjóð og Menntamálaráð. Rakti hann þar að nokkru sögu þessara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.