Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 124
122
MATTHÍAS JOHANNESSF.N
ANDVARI
alltaf koma til skjalanna með truflandi aðfínnslum sem hann var hættur að
þola og því var nú kominn tími til að gera sér einhverja grein fyrir því hvar
þeir stæðu hvor um sig.
Hann sló stafnum fast í gólfið og þá var dregið niður í útvarpinu svo
hann gat áfram verið einn með hugsunum sínum. Ja, einn! Það var nú
eitthvað annað. Heilinn hafði ekki síður truflandi áhrif á hann en umhverf-
ið; síminn, dyrabjallan og útvarpið, stundum sjónvarpið. Heilinn var raun-
ar eitt af þessum hávaðasömu tækjum sem létu hann aldrei í friði nenta
hvað hann var þeirra verstur viðureignar. Það var ekki liægt að láta hann
afskiptalausan eins og dyrabjölluna og símann því hann hætti ekki áreitni
sinni þótt honurrt væri ekki sinnt og ekki var hægt að slá stafnum í gólfíð
með þeim árangri að það drægi niður í útvarpi eða sjónvarpi. Heilinn var
skæðasti óvinurinn, það var hann farinn að gera sér ljóst. Og líklega væri
hann ósigrandi. En hann hét því nteð sjálfum sér þegar hann settist aftur
við skrifborðið til að koma þó ekki væri nema tveimur setningunt á blað að
hann skyldi ekki gefast upp fyrir honum fyrr en í fulla hnefana. En það
yrði líklega ekki fyrr en þeir fúnuðu í rakri moldinni, hvor í sínu lagi. Og
þó hafði hann eitthvert hugboð um að heilinn myndi starfa áfram einhvers
staðar, í einhverjum eða einhverju, löngu eftir að hann tæki að fúna.
Heilinn var verstur viðureignar þegar hann svaf svefni hinna réttlátu, þá
var eins og hann léti hann aldrei í friði. Stundum var engu líkara en hann
liefði elzt um mörg ár þegar hann vaknaði að morgni eftir næturlanga
viðureign við heilann og hann gaf skít í þær kenningar Freuds sem hann
hafði kynnt sér vel og jafnvel notað í verkum sínum þegar öll sund voru
lokuð að draumar væru óskir þess sem dreymdi; kæmu sem sagt að innan
en væru ekki boð að utan. Hann þóttist orðinn þess fullviss að sumir
draumar væru slíkt rugl að vísu en þó fæstir og líklega kæntusl þessir óska-
draumar einungis að þau fáu skipti sem heilinn lét deigan síga og tók sér
smáhvíld á nóttunni eftir mikið erfiði. En hitt væri algengast að margt af
því sem hann dreymdi kæmi úr óvæntri veröld sem heilinn birti honum af
einhverjum ástæðum; hann væri boðberi og það fór ekki hjá því að vísu að
hann hefði fengið góð skilaboð „að handan“ og eftirminnileg. En livað um
það. Þá hafBi hann setið á sárshöfði við heilann og sambúð þeirra verið við-
unandi. En svo voru það þau skipti sem ríkti styrjaldarástand milli þeirra,
hvorki meira né minna, og hann gat ekki tekið á heilum sér vegna aðsóknar
þessa undarlega og óskiljanlega tækis sem var komið fyrir í höfði hans með
jafn eðlilegunt hætti og á jafn snilldarlegan hátt og annað sem náttúran hef-
ur skilið eftir á löngurn þróunarferli sínum. Það hafði jafnvel komið fyrir
að hann hafði vaknað að morgni dags eftir næturlanga stórstyrjöld við heil-
ann um eitt orð í texta sem hann hafði skrifað þremur eða fjórum sólar-
hringum áður og engu líkara en honum hefði ekki komið dúr á auga alla
nóttina þótt hann hefði sofið óvenjuvel og vaknað úthvíldur. En því var þá