Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 124

Andvari - 01.01.1985, Side 124
122 MATTHÍAS JOHANNESSF.N ANDVARI alltaf koma til skjalanna með truflandi aðfínnslum sem hann var hættur að þola og því var nú kominn tími til að gera sér einhverja grein fyrir því hvar þeir stæðu hvor um sig. Hann sló stafnum fast í gólfið og þá var dregið niður í útvarpinu svo hann gat áfram verið einn með hugsunum sínum. Ja, einn! Það var nú eitthvað annað. Heilinn hafði ekki síður truflandi áhrif á hann en umhverf- ið; síminn, dyrabjallan og útvarpið, stundum sjónvarpið. Heilinn var raun- ar eitt af þessum hávaðasömu tækjum sem létu hann aldrei í friði nenta hvað hann var þeirra verstur viðureignar. Það var ekki liægt að láta hann afskiptalausan eins og dyrabjölluna og símann því hann hætti ekki áreitni sinni þótt honurrt væri ekki sinnt og ekki var hægt að slá stafnum í gólfíð með þeim árangri að það drægi niður í útvarpi eða sjónvarpi. Heilinn var skæðasti óvinurinn, það var hann farinn að gera sér ljóst. Og líklega væri hann ósigrandi. En hann hét því nteð sjálfum sér þegar hann settist aftur við skrifborðið til að koma þó ekki væri nema tveimur setningunt á blað að hann skyldi ekki gefast upp fyrir honum fyrr en í fulla hnefana. En það yrði líklega ekki fyrr en þeir fúnuðu í rakri moldinni, hvor í sínu lagi. Og þó hafði hann eitthvert hugboð um að heilinn myndi starfa áfram einhvers staðar, í einhverjum eða einhverju, löngu eftir að hann tæki að fúna. Heilinn var verstur viðureignar þegar hann svaf svefni hinna réttlátu, þá var eins og hann léti hann aldrei í friði. Stundum var engu líkara en hann liefði elzt um mörg ár þegar hann vaknaði að morgni eftir næturlanga viðureign við heilann og hann gaf skít í þær kenningar Freuds sem hann hafði kynnt sér vel og jafnvel notað í verkum sínum þegar öll sund voru lokuð að draumar væru óskir þess sem dreymdi; kæmu sem sagt að innan en væru ekki boð að utan. Hann þóttist orðinn þess fullviss að sumir draumar væru slíkt rugl að vísu en þó fæstir og líklega kæntusl þessir óska- draumar einungis að þau fáu skipti sem heilinn lét deigan síga og tók sér smáhvíld á nóttunni eftir mikið erfiði. En hitt væri algengast að margt af því sem hann dreymdi kæmi úr óvæntri veröld sem heilinn birti honum af einhverjum ástæðum; hann væri boðberi og það fór ekki hjá því að vísu að hann hefði fengið góð skilaboð „að handan“ og eftirminnileg. En livað um það. Þá hafBi hann setið á sárshöfði við heilann og sambúð þeirra verið við- unandi. En svo voru það þau skipti sem ríkti styrjaldarástand milli þeirra, hvorki meira né minna, og hann gat ekki tekið á heilum sér vegna aðsóknar þessa undarlega og óskiljanlega tækis sem var komið fyrir í höfði hans með jafn eðlilegunt hætti og á jafn snilldarlegan hátt og annað sem náttúran hef- ur skilið eftir á löngurn þróunarferli sínum. Það hafði jafnvel komið fyrir að hann hafði vaknað að morgni dags eftir næturlanga stórstyrjöld við heil- ann um eitt orð í texta sem hann hafði skrifað þremur eða fjórum sólar- hringum áður og engu líkara en honum hefði ekki komið dúr á auga alla nóttina þótt hann hefði sofið óvenjuvel og vaknað úthvíldur. En því var þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.