Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1985, Blaðsíða 50
48 SIGURÐUR STEINI’ÓRSSON ANDVARI hitt mælanlegt sem er það ekki“, hafði Sigurður vafalaust frá lærifeðr- um sínum í Svíþjóð, en þeir höfðu einmitt snúið náttúrulýsingu í vís- indi á ýmsum sviðum. XXI Sigurður undi hag sínum vel í Jarðfræðahúsi. Með sér af Náttúru- fræðistofnun hafði hann ritara sinn, Guðrúnu Jónsdóttur frá Prests- bakka. Gerðist hún nú ritari jarðfræðistofu Raunvísindastofnunar allrar, þótt umsvif Sigurðar á ritvellinum væru slík að stundum gerði hún tæpast betur en að anna þeint skrifum. í húsinu var að auki mið- stöð jarðfræðikennslu háskólans og þar höfðu jarðfræðistúdentar há- skólans bækistöð. Þegar Norræna eldfjallastöðin var stofnuð fékk hún efstu hæðina í húsinu til afnota og fylgdu henni bæði nýir menn og bættur tækjakostur. Auk jarðfræðinga komu í húsið fyrir tilstilli Sig- urðar tveir kunningjar hans og samverkamenn, Halldór Ólafsson sem löngum hafði verið hjálparhella hans í rannsóknarferðum, og Ævar Jóhannesson ljósmyndari og rafeindafræðingur sem Sigurður hafði kynnzt í Öskjugosinu og í sambandi við ljósmyndun. Þannig varð til í húsinu samstæður hópur manna með skyld áhugamál, og komst á hin bezta samvinna sem a. m. k. að hluta til mátti þakka beinum og óbein- um áhrifum Sigurðar. Sigurður var manna orðheppnastur, og eru af því rnargar sögur, enda hafði hann gaman af því að koma mönnum í gott skap. Beitti hann þá óspart kímni og smáfyndni, oft á eigin kostnað. Ferðafélagi var hann mjög góður, skemmtilegur og ósérhlífinn. Á ferðalögum orti hann oft, og þá helzt ef einhver hagyrðingur var með í för sem „kont honum af stað“. Þannig varð t. d. kvæðið „Ótal borgum, ótal löndum“ til í ferð austur að Múlakvísl með Jóni Eyþórssyni, Magnúsi Jóhanns- syni o. fl., en Magnús hafdi að sögn Halldórs Ólafssonar örvandi áhrif á skáldfák Sigurðar. Mest af ljóðum hans var að sjálfsögðu tækifæris- kveðskapur, enda leit hann ekki á sig sent skáld. Þó segja bókmennta- menn, að sitthvað eftir Sigurð nái máli sem „alvörukveðskapur“. Má þar nefna sem dæmi eftirfarandi kvæði sem hann sendi vini sínum Þór- arni Guðnasyni lækni á póstkorti frá Kasmír, og Þórarinn birti í af- mælisgrein:19 Náttmyrkrið lilýtt við Himalaja ei lét mig heimþrá gleyma. Uti í því var eitthvert barn, sem grét eins og heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.