Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 74

Andvari - 01.01.1985, Page 74
72 ÖRN ÓLAFSSON ANDVARI sagt um Guðmund Daníelsson, að honum léti mun betur að lýsa sveitalífi en borgar. Og þótt röksemdafærsla Guðmundar ntiðist öll við það að virða fjölbreytnina í skáldskap, þá kemur glöggt fram, að í raun stjórnast hann af íhaldssemi. Þannig segir hann um kommúnista: Þeim kemur ekkert við, þó að þeir með boðun trúar sinnar misþyrmi tilfínningum manna og freisti að leggja í rústir verðmæti, sem hafa verið lífsteinn kynslóðanna.20 - Augljóslega verður að viðurkenna rétt manna til slíkrar gagnrýni, með öðrum orðum til niðurrifsstarfsemi; annaðhvort er málfrelsi til slíks, eða það er ekkert málfrelsi. En það kemur víða fram í Gróðri ogsandfoki að Guð- mundur vill jákvæðar bókmenntir, bjartsýnar á mannlífið eins og það er í kringum hann. Hann hefur ímugust á því að bókmenntir séu ntjög gagn- rýnar á ríkjandi menningar- og þjóðf élagsástand. En það þarf ekki lengi að hugleiða bókmenntir veraldar til að sjá hvílíkt afhroð þær biðu ef allt slíkt ætti að hverfa. Og mikið hafa skoðanir Guðmundar á þessu efni breyst á tuttugu árum, frá því að hann fann Hvítum hröfnum Þórbergs það til gildis, nt. a., að gera „usla í ruslakistu siðferðisrykugra sálna.“21 Félag íslenskra rithöfunda Af félagsmálum íslenskra rithöfunda er meiri saga en svo að hér verði sögð. Fáein atriði verða að nægja. Fram til ársins 1940 veitti Alþingi fé til skálda og listamanna, og var það orðið um 0.2% af ríkisútgjöldum hvers árs síðari hluta fjórða áratugarins. En árið 1940 fékk Menntamálaráð, undir forystu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, það hlutverk að úthluta fénu. Sú út- hlutun sætti æ meiri gagnrýni listamanna, sem töldu hana mótast af póli- tískum sjónarmiðum. Segja má, að Jónas hafí fallist á að svo væri, þegar liann sagði óverjandi að verðíauna skáld af opinberu fé fyrir að níða land sitt og þjóð.22 Þessu stríði fylgir að listamenn skipast í stéttarfélög. Raunar haíði Bandalag íslenskra listamanna verið stofnað 1928, en verið óvirkt lengstum. En nú var það endurvakið með listamannaþingi, 1941, og síðan eru stofnuð félög listamanna á einstökum sviðum, Rithöfundafélag íslands 1948. Jónas var nú að missa meirihluta sinn í Menntamálaráði, og lagði þá til á Alþingi, að félög listamanna fengju sjálf úrslitaáhrif unt úthlutun fjárins. Jónas hælist um, 1943, að þarna hafí hann fylgt hugmynd Egils Skallagrímssonar, að dreifa silfrinu yfír þingheint, og séð fyrir sem Egill, að menn yrðu varla á eitt sáttir um að hvernig skipta skyldi, „ætla eg að þar myndi vera þá hrundningar eða pústar, eða bærist að um síðir, að allur þingheimurinn berðist.“2'i Þótt Agli tækist ekki þetta ætlunarverk sitt, þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.