Andvari - 01.01.1985, Side 72
70
ÖRN ÓLAFSSON
ANDVARI
hann. Vissnlega er illa útskýrt í sögunni hvernig Stnrla sigrast á öllum þess-
um örðugleikunt, sem mættu virðast óyfírstíganlegir. En það er þó til að
sýna lesendum, að það er ekki efnisleg nauðsyn sem knýr Sturlu frá hugsun-
arhætti „sjálfstœðis manns“ tii vesaldóms, eða útskýrt svo, að þarna væri hvik-
að frá annars sjálfsagðri liugsjón vegna sérstakra, erfíðra aðstæðna. Nei,
Sturlu snýst hugur vegna sálrænnar nauðsynjar, vegna þess einfaldlega, að
mannlegur þroski þýðir það að vera félagsvera. Sjálfstæðishugsjón sú, sem
hann fylgdi áður, er skýrð sem sálræn bæklun þess sem hafði verið niður-
setningur í æsku (líkt og í Brennumönnum). Það er með ólíkindum að sósíal-
realistar skyldu ekki sjá í sinnaskiptum aðalpersónunnar skyldleikann við
stefnu sína - þó svo að hér sé ekki flokkserindreki á ferð til að glæða verka-
lýðsbaráttu, heldur aðeins nokkrir fáfróðir bændur um aldamótin, sem
liafa haft óljósar spurnir af samvinnufélagi í fjarlægum kaupstað. Þetta er
þó raunsæilegur rammi! En raunar þarf ekki að grafa djúpt eftir rótum
misskilningsins. Þær konta skýrt fram í ritdómi Guðmundar Friðjónssonar
í Vísi: þær liggja í því frumstæða bókmenntamati, að söguhetja hljóti að vera
œtluð lesendum til fyrirmyndar af hálfu höfundar. Menn höfðu svo mjög átt
„siðbætandi bókmenntum" að venjast, að slíkt bókmenntamat hlaut að vera
útbreitt. Þótt margt sé vel athugað í ritdómi Guðmundar Friðjónssonar, þá
virðist hann líta á þetta sem sjálfsagðan hlut, svo það hafa þá væntanlega
margir gert:
En úr því að höfnndur þessarar Sturlungu tók sér fyrir hendur að
sýna fyrirmyndar dugnaðarmann öðrum til styrks og vaxandi
manndóms, gat hann vel gert Sturlu í Vogum úr garði þannig, að
hann væri lesendum aðgengilegri en hann er.
Stefán Einarsson (bls.cvi) álítur að bæði Gunnar Benediktsson og Guð-
mundur Friðjónsson hafi hér verið að hefna sín fyrir órnilda ritdóma
Hagalíns urn skáldrit þeirra. En mér virðist sú skýring óþörf, þar sem hlut-
lægar ástæður dórna þeirra eru ærnar.
Og mistúlkunin ríkti áfram, t. d. í fyrsta árgangi Tímarits Máls og
menningar, 1940, en það varð þegar eitt útbreiddasta tímarit landsins. Þar
endurtók Kristinn E. Andrésson helstu rök Gunnars Benediktssonar fyrir
því, að bókin væri ómerkilegt áróðursrit íhaldssjónarmiða, hafín til skýj-
anna af stjórnvöldum til þess að heimska þjóðina, og til að íhaldsöflin ættn
eitthvert mótvægi gegn Halldóri Laxness.1' Reyndar höfðu nokkrir rit-
dómarar beinlínis bent á Sjódfstœtt fóllt til samanburðar, og talið Sturlu í Vog-
um fremri, því aðalpersónan þar væri mannlegri og skiljanlegri en Bjartur
(þetta sögðu m. a. Steindór Steindórsson í Nýjum kvöldvökum og Jón
jóhannesson í Siglfirðingi). Mér sýnist augljóst, að hér réðu stjórnmálasjón-
arntið ferðinni að nokkru, sterk öfl hafa oft verið að verki við að troða Guð-