Andvari - 01.01.1985, Side 47
ANDVARI
SIGURÐUR PÓRARINSSON
45
XIX
Með Öskjugosinu 1961 hófst eldgosahrina, sem átti eftir að endast
a. m. k. til æviloka Sigurðar. Hann var þá tæplega fimmtugur og hafði
skipað sér með rannsóknum sínum og skrifum í fararbrodd íslenzkra
eldQallafræðinga, og raunar í heiminum öllum. Um Öskjugosið skrif-
aði hann, auk einnar ritgerðar í erlent tímarit (1962), bókina Eldur í
Öskju fyrir almenning, og kom hún einnig út á ensku. Öskjugosið 1961
var fremur „lítið og ómerkilegt“ miðað við Heklugosið 1947/48 eða hið
mikla Öskjugos 1875, en þeim mun merkilegra var Surtseyjargosið sem
hófst 1963 og stóð í rúm þrjú ár. Um það sagði Sigurður síðar, að það
hefði að sönnu hlotið mest umtal og umskrif allra íslenzkra eldgosa, og
sé líklega eitt mest auglýsta eldgosið á jörðinni á þessari öld, en samt
teldi hann óhikað að frá vísindalegu sjónarmiði væri Heklugosið
merkilegast þeirra þriggja eldgosa sem hann hefði orðið vitni að.4;’ Sig-
urður var mjög virkur í Surtseyjarrannsóknum og skrifaði um gosið
margar greinar og bækur sem komu út á árunum 1964 til ’68.
Þrátt fyrir vaxandi þátt eldfjallafræði í rannsóknum Sigurðar á sjö-
unda áratugnum sagði hann ekki skilið við önnur áhugamál sín; rit-
gerðir frá þeim tíma fjalla um malarása, trjáför í öskulögum, jöklaferð-
ir, uppblástur, loftslagsbreytingar, frostverkun í jarðvegi, framhlaup
Brúarjökuls, aldur jökulurða, íslenzka sprungubeltið o. m. fl. Sigurður
varð einna fyrstur til að átta sig á stöðu íslands á heimssprungukerfinu
(1965),og þar með á mikilvægi landsins í liinni nýju heimsmynd jarð-
fræðinnar.46 Jafnframt leiddi hann getur að gerð gosmyndana á hafs-
botni og bar þær saman við móbergsmyndunina íslenzku. Auk þess
skrifaði hann jafnan talsvert um vísindasöguleg efni, m. a. um Sigurð
Stefánsson og íslandslýsingu hans (1946), vísindastarf Þorvalds Thor-
oddsen (1955), Alexander von Humboldt (1959), íslandslýsingu Odds
Einarssonar (1971), Þorstein Magnússon og Kötlugosið 1625 (1975) og
um Alfred Wegener (1982).
XX
Sigurður hafði aðalstöðvar sínar á Náttúrugripasafninu og síðar
Náttúrufræðistofnun í 21 ár, þar til haustið 1968 er hann var settur
prófessor í jarðfræði og landafræði við Háskóla íslands. Áður hafði
hann kennt landmótunarfræði og jarðfræði íslands til B. A.-prófs í
landafræði við heimspekideild háskólans sem stundakennari frá 1952
til 1968.