Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1985, Page 103

Andvari - 01.01.1985, Page 103
ANDVARI UM ATHUGUN Á FRAMBURÐI 101 ist koma ýmsum á óvart. Ég held því að það sé ekki úr vegi að víkja nokkr- um orðum að þessum hlutum áður en lengra er haldið. Nemendur í íslensku við Háskóla íslands hafa lengi átt þess kost að sækja námskeið sem gengið hefur undir nafninu Hagnýt málfræði eða eitthvað á þá leið. Þegar ég var við nám í Háskólanum, kenndi Baldur Jónsson þenn- an námsþátt, en hann hefur nú um nokkurt skeið verið formaður íslenskr- ar málnefndar og er mikill áhugamaður um málvöndun eins og kunnugt er. Einhverju sinni þegar samband málfræði og málvöndunar var til um- ræðu í tíma í þessari hagnýtu málfræði sem kölluð var, sagði Baldur að málfræði og málvöndun mætti líkja við grasafræði (eða plöntulíffræði) og garðrækt. Því færi fjarri að allir góðir grasafræðingar legðu sérstaka stund á garðrækt og þeir væru sjálfsagt ekki allir góðir garðyrkjumenn, enda við- fangsefni grasafræðinga auðvitað talsvert annars eðlis en störf garðraskt- armanna. Eins væri þetta með málfræðinga. Þeir þyrftu ekkert endilega að fást við málvöndun eða málrækt, enda væri þeim það ekki öllum hent og viðfangsefni þeirra í eðli sínu býsna ólíkt þeirri iðju. Á það væri hins vegar að líta að grasafræðingar hefðu auðvitað ýmsa þekkingu sem ætti að geta nýst þeim við garðyrkjustörf ef þeir legðu þau fyrir sig. Eins væri með mál- fræðinga sem vildu leggja fyrir sig mályrkju - þekking þeirra á málfræði ætti að geta orðið þeim til stuðnings. Ég held að þessi líking Baldurs sé býsna góð og það ntá kannski halda svolítið lengra áfrarri með hana, þótt líkingar af þessu tagi séu oft varasam- ar. Það er alkunna að ýmsir merkir íslenskir grasafræðingar hafa unnið stórvirki í því að rannsaka gróðurfar íslands. Þeir hafa þá safnað upplýs- ingum um þær tegundir jurta sem hér vaxa, hvar þær er að fínna, lýst ein- kennum þeirra o. s. frv. Stundum hafa þeir kannski líka látið orð falla um það í lýsingum sínum að þeim þætti tiltekin planta falleg en önnur ljót en þeir dómar hafa auðvitað ekki verið fræðilegir. Þessu er svipað farið um málfræðinga. Þeir rannsaka málið eins og það er eða eins og það var á til- teknu skeiði og gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna. Þeir geta líka átl það til að segja að tiltekið fyrirbæri í máli þyki þeim fallegt en annað ljótt en þá eru þeir að lýsa srnekk sínuin en ekki kveða upp fræðilegan úr- skurð fremur en grasafræðingarnir sem getið var. Ég býst við að flestum þyki munurinn á starfssviði grasafræðings og garð- yrkjumanns nokkuð ljós og ekkert við það að athuga þótt grasafræðingar einbeiti sér ekki allir að leiðbeiningum um garðyrkjustörf. Margir virðast hins vegar eiga erflðara með að sætta sig við að málfræðingar einbeiti sér ekki fyrst og fremst að mályrkjustörfum eða málvöndunarefnum. Þetta stafar m. a. af því hvaða kynni menn hafa fyrst og mest af málfræði í skólum. Þar kemur málfræði í fyrsta lagi við sögu í kennslu erlendra mála, þar sem auðvitað er framar öðru verið að þjálfa menn í málnotkun og 'eyna að gera þá betri málnotendur. I öðru lagi kemur málfræði oft við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.