Andvari - 01.01.1985, Page 80
GILS GUÐMUNDSSON:
Jónas Jónsson
og Menningarsjóður
Á þessu ári hefur með ýmsum hætti verið minnst aldarafmælis Jónasar Jónssonar og marg-
þættra áhrifa hans í íslenskum þjóðmálum. Andvari hefur af því tilefni beðið Gils Guðmunds-
son rithöfund og fyrrum framkvæmdastjóra Bókaútgáfu Menningarsjóðs að rita grein um af-
skipti Jónasar af málefnum Menningarsjóðs, Menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins.
I
í fimmtíu ára afmælishófi Jónasar Jónssonar frá Hriflu árið 1935, hélt
fornvinur hans Sigurður Nordal ræðu, þar sem hann komst svo að orði:
Kunningsskapur okkar er svo gamall, að ég man eftir Jónasi Jóns-
syni, sem kærði sig ekki nokkurn skapaðan hlut um pólitík, og mun
mörgum ykkar þykja furðulegt, að slíkur maður skuli hafa verið tii.
(Jónas Jónsson frá IIriflu [ afmælisrit ] 1965.)
Jónas og Sigurður kynntust í Kaupmannahöfn veturinn 1907—08, þar
sem Sigurður var við háskólanám, en Jónas dvaldi um hríð og skipti tíma
sínum milli skólavistar, bóklestrar og heimsókna í listasöfn. Voru þeir Sig-
urður nálega jafnaldrar, Sigurður 21 árs og Jónas ári eldri. Tókst með
þeim hin besta vinátta.
Það er sagt til marks um lítinn stjórnmálaáhuga Jónasar um þessar
mundir, að samtíma honum í Kaupmannahöfri sat þar á fundum dansk-ís-
lenska sambandslaganefndin og samdi „Uppkastið" alkunna um tengsl ís-
lands og Danmerkur. Fyígdust nær allir íslenskir námsmenn af miklum
áhuga nteð störfum nefndarinnar, en Jónas Jónsson var ekki í þeim hópi.
Honum voru þá efst í huga uppeldis- og skólamál, sem hann taldi þurfa
stórfelldra umbóta við á íslandi, enda bjó hann sig markvisst undir að ger-
ast frömuður á þeim vettvangi.
Veturinn sem Jónas dvaldi í Kaupmannahöfn, sendi hann sveitarblaðinu
heima í Köldukinn fréttabréf þaðan, þar sem hann lýsir einkum lista- og
þjóðmenningarsöfnum borgarinnar. Er auðsætt, að hann hefur unað sér
vel á söfnum við skoðun fagurra listaverka. Ljóst er liins vegar af þessari
frásögn og öðrum ferðaminningum, er Jónas ritaði síðar, að hann hreifst