Andvari - 01.01.1985, Side 82
80
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
a. Að úthluta árlega því fé, sem Alþingi veitir til viðurkenningar skáldum
og listamönnum.
b. Að kaupa fyrir landsins hönd listaverk fyrir það fé, sem kann að vera
veitt í því skyni í fjárlögum.
c. Að hafa yfírumsjón með listaverkasafni landsins og undirbúa, eftir því
sem unnt er, byggingu listásafns í Reykjavík.
d. Að leggja samþykki á teikningar af kirkjum þjóðkirkjusafnaða, bæði ný-
byggingum og breytingum, svo og hvar kirkja skuli standa. Enn fremur
að kaupa altaristöflur handa kirkjum þjóðkirkjusafnaða, eftir því sem fé
er til þess lagt frá hlutaðeigendum.
e. Að úthluta námsstyrk, er árlega greiðist úr ríkissjóði til stúdenta og ann-
arra nemenda erlendis. Skal menntamálaráðið við úthlutun námsstyrks
veita fyrst og fremst til þess náms, sem sýnilega er mest þörf fyrir í land-
inu, og sé út af þeirri reglu brugðið, þá aðeins þar sem um alveg óvenju-
lega sérhæfileika er að ræða. Að öðru leyti skal við úthlutun þessa náms-
styrks farið eftir hæfileikum nemenda, dugnaði og reglusemi. Mennta-
málaráðið skal eftir fremsta megni, með aðstoð sendimanna íslands er-
lendis, hafa eftirlit með, að styrkþegar fari vel með fé sitt og tíma, óg sé
sannanlega út af brugðið, getur nefndin svipt þá framhaldsstyrk.
f. Að úthluta ókeypis fari milli íslands og annarra landa til manna, sem
fara til útlanda til alþjóðargagns.
g. Að hafa á hendi yfirstjórn sjóða, er stofnaðir kunna að verða með sér-
stökum lögum til eflingar lista og vísinda á íslandi, enda sé Mennta-
málamálaráðinu falið þetta vald í stofnskrám sjóðanna.
Ljóst er af greinargerð þeirri, sem fylgdi frumvarpinu um Menntamála-
ráð, að ein helsta ástæðan fyrir flutningi þess var tilraun til að koma bættri
skipan á úthlutun launa og styrkja til skálda og listamanna. Þau mál höfðu
löngum verið í höndum Alþingis sjálfs og sjaldan gengið þegjandi og
hljóðalaust. Deildu þingmenn oft óvægilega um verðleika skáldanna.
Smám saman hafði þó myndast sú venja, að nokkrir viðurkenndir lista-
menn, aðallega aldurhnigin skáld og rithöfundar, fengu laun á 18. grein
fjárlaga, eftirlaunagreininni. Var almennt litið svo á, að listamaður, sem
þar liefði verið vísað til sætis, gæti vænst þess að njóta þar fastra launa upp
frá því. Enjafnframt voru á 15. grein fjárlaga nokkrir listamannastyrkir, en
lægri og ótryggari. Loks hafði sá háttur verið tekinn upp að setja inn á ijár-
lög nokkra upphæð, sem ríkisstjórnin skyldi síðan skipta milli listamanna.
Saga þessi er rakin nokkuð í greinargerð með frumvarpinu um Mennta-
málaráð. Þar er á það bent að til séu „margar lítið ánægjulegar þingræður
um verðleika skálda.“ Síðan segir: „Með því að fela starftð nefnd, sem valin
er af öllum llokkum og staríar þó að minnsta kosti heilt kjörtímabil, má
vænta Jress að betur verði fyrir málum Jjessum séð en áður lieftr verið.“