Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1985, Side 138

Andvari - 01.01.1985, Side 138
136 ÞORSTEINN GYLFASON ANDVARl „Vísindalegur" skilningur á veröldinni kynni vel að vera hinn allra heimskulegasti af þeim kostum sem við eigum á skilningi á henni, þannig að hann væri meiningarlausari en allur annar skilningur . . . (Því að) vélgengur heimur væri eðli sínu samkvæmt mein- ingarlaus. Segjum að einhver reyndi að meta gildi tónlistar í ljósi talningar, reiknings- listar og formúluverks: niðurstaðan gæti ekki orðið annað en fráleit. Hvað mundi mað- ur nema, greina, skilja með þessum hætti? Nákvæmlega ekki neitt af sjálfri tónlistinni í öllu saman!" Þetta hefur mér þótt vera einkar heimskuleg grein hjá Nietzsche: ekki mest fyrir þá sök að hann setur jafnaðarmerki á milli vísinda og vélhyggju eins og grunnhyggið fólk á til að gera allt til þessa dags, heldur einkum fyrir liina að honunt sést alveg yfir það hvað tónlist er mikil vélalist, þó ekki sé nema vegna hljóðfæra sem eru vélar og sum í flokki dásamlegustu véla sem mannkynið hefur smíðað sér. Samt er auðvitað eitthvað til í því sem Nietz- sche segir. Pýþagórasarröksemdin hjá Schopenhauer er fráleit; hún er satt að segja svo vitlaus að það er ráðgáta hvernig hann fór að því að sannfæra sjálfan sig um hana, því hann var skynugur og skarpur maður. Það er sagt að nemandi Beethovens hafí sýnt kennara nokkrum í Tónlistarháskólanum í Vínarborg eitt af verkum meistara síns. Prófessorinn útkrotaði heftið með rauðu frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu: það braut næstum liverja reglu í hljómfræðinni sent hann haíði samið við mikla virðingu starfsbræðra sinna. Þegar Beethoven frétti þetta bað hann unga manninn fyrir skilaboð í Tónlistarháskólann: „Það er égsemset reglurnar. L.v.B.“ Meira var það nú ekki. V Orðsending Beethovens til háskólakennarans er til marks um annað mik- ið einkenni á tónlist en vald hennar yfír okkur: það er að hún er linnulaus og stundum hamslaus nýsköpun. Og ef eitthvað er til sem heitið getur skiln- ingur á tónlist, þá er sá skilningur áreiðanlega á parti fólginn í kunnáttunni til að meta fjölbreytnina sem jafnvel lítið sönglag getur búið yfir, og til að veita því athygli sent óvænt er, til að mynda í laglínu og hljómum. Svo að ekki sé minnzt á öll ósköpin sem völ er á um flutning tónlistar. Og það sem óvænt er getur orðið óþrjótandi í voldugustu sköpunarverkum tónlistar- innar: í strengjafjarka eftir Beelhoven eða söngleik eftir Wagner. Þetta má nú vel verða til þess að við tökum fyrri röksemd Schopenhauers frá því áðan — skilningsröksemdina — svolítið alvarlegar en þá. Og svo vill til að samkvæmt merkilegri og útbreiddri kenningu um mannlegt mál er ein- hvers konar nýsköpun höfuðeinkenni á því líka. Hér lýsir Roger Scruton þessari nýsköpun:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.