Andvari - 01.01.1998, Side 86
84
JÓN YNGVI JÓHANNSSON
ANDVARI
3. Grímur Thomsen: Ljóðmœli, 350-51.
4. Sigurður Nordal: „Grímur Thomsen. Erindi flutt í Reykjavík 15. maí 1920“, 22-23.
5. Páll Valsson: „Tími þjóðskáldanna", 357.
6. Auðvitað er Grímur Thomsen „höfundur" kvæðisins í hefðbundnum skilningi orðsins,
hinsvegar eru ósagðar forsendur sem liggja að baki lestri Páls sem greinilega eru ættað-
ar annars staðar frá. Þetta er gott dæmi um það hversu hált höfundarhugtakið getur
orðið og hvernig lestur okkar á bókmenntum er ævinlega læstur í ákveðinni hugmynda-
fræði, en að því verður nánar vikið síðar.
7. Páll Valsson: „Tími þjóðskáldanna", 358. Kaflinn sem fjallar um söguljóð Grfms heitir
m.a.s. „Nátttröll í nútíð“, þannig að þessi lestur á kvæði Gríms er hér gerður að höfuð-
einkenni á honum og skáldskap hans.
8. Sbr. Gísla Sigurðsson: „Þjóðsögur“, 444: í sögunum þar sem Andrarímur koma fyrir eru
þær fulltrúar heiðins skáldskapar, tröllin vilja fremur heyra þær kveðnar en „Hallgríms-
rímur eða Maríurímur", og launa þeim vel sem kveða. Einnig má geta þess að Grímur
minnist annars staðar á þessar sömu rímur, í ljóðinu um Kvæða-Kela. Sbr. Ljóðmœli,
193.
9. Grímur Thomsen: Ljóðmœli, 351.
10. Raunar er þetta dæmi um Grím Thomsen angi af stærra máli sem ekki gefst kostur á að
kanna hér en tengist þeirri ævisögulegu aðferð sem Sigurður Nordal beitti í bókmennta-
rannsóknum. Það er einmitt í inngangsorðunum að Ljóðmœlum Gríms Thomsens sem
Sigurður Nordal gerir hvað skýrasta grein fyrir hugmyndum sínum um tengsl persónu
skáldsins og verka þess: „Öll verk eru einungis brot úr sálarlífi höfundar, hann sjálfur er
heildin, sem tengir brotin saman og varpar ljósi á þau. Því er þeim, sem verkunum unna,
eðlilegt að leita mannsins.“(27). Það sem er rakið hér að framan um lestur Sigurðar á
„Bergrisa á 19. öld“ sýnir ljóslega hvernig þessi hugmyndafræði getur leitt til þess að
höfundar læsast inni í ákveðnu túlkunarmynstri, sem þegar vel er að gáð byggir á vægast
sagt ótraustum grunni.
11. Guðni Elísson hefur gert ágæta grein fyrir þessari stefnu á íslensku, sjá grein hans:
„Kvenleg Crymogea", 239 o. áfr.
12. Karl Marx og Friedrich Engeis: Þýska hugmyndafrœðin, 48.
13. Jerome J. McGann: The Romantic Ideology, 1.
14. Sama rit, 86-90.
15. McGann gerir þann fyrirvara, og sækir sér þar stuðning frá Heinrich Heine, að ekki
megi smætta ljóð niður í tóma hugmyndafræði, það sé alltaf eitthvað sem geri ljóð „ein-
stök“. Þama kemur upp mótsögn í málflutningi McGanns sem er kunnugleg úr öðrum
skrifum þeirra fræðimanna sem aðhyllast ný-söguhyggju. Þó að þeir styðjist við hug-
myndir og kenningar sem eru á róttækan hátt and-húmanískar, freistast þeir iðulega til
að upphefja bókmenntahugtak húmanismans og veita bókmenntatextum gildi í sjálfum
sér umfram aðra texta. Þetta er í fullkominni mótsögn við það að allir textar séu afurð
hugmyndafræði og gildi þeirra liggi fyrst og fremst í því. Sjá um þetta: Frank Lent-
ricchia: „Foucault’s Legacy. A New Historicism", 233.
16. Páll Valsson: „Tími þjóðskáldanna", 355.
17. Sama rit, 355-56.
18. Endurframleiðsla rómantískrar hugmyndafræði er önnur meginaðferð þeirra sem fjalla
um rómantíkina að mati McGanns, hin er smættun, sbr. The Romantic Ideology, 11.
19. Páll Valsson: „Tími þjóðskáldanna", 356.
20. Grímur Thomsen: Orn Lord Byron, 1.
21. Sigurður Nordal: „Grímur Thomsen. Erindi flutt í Reykjavík 15. maí 1920“, 23.