Andvari - 01.01.1937, Page 14
10
Dr. Valfýr Guðmundsson
Andvaci
mála í ríkisráði Dana. í frumvarpi dr. Valtýs var
ekkert ákveðið um það, hvar íslenzk mál skyldu flutt
fyrir konungi, og vitaskuld svo til ætlazt, að þau yrðu
eftir sem áður flutt í ríkisráðinu, en Benedikt Sveinsson
taldi það meginkröfuna í sjálfstæðismáli íslands, að sér-
mál vor yrðu losuð út úr ríkisráði Dana. Neðri deild
samþykkti frumvarp, sem gerði ráð fyrir ráðgjafanum
búsettum í Höfn, eins og frumvarp dr. Valtýs, en hins
vegar var í frumvarpi hennar ákvæði um það, að sér-
mál íslands skyldu ekki borin upp í ríkisráðinu (sbr.
tillögur landshöfðingja). Það ákvæði felldi efri deild burt
(með eins atkvæðis meirihluta), en þegar málið kom til
neðri deildar aftur höfðu þeir Benedikt og dr. Vallýr
þar jafnstóra flokka (10:10), og svo voru þrír þing-
menn (]ón Jónsson í Múla, Einar Jónsson og Ólafur
Briem), sem fylgdu hvorugum, og ollu þremenningarnir
þeim úrslitum, að breytingartillögur Ðenediktsmanna, um
að losa íslenzk sérmál út úr ríkisráðinu o. fl., voru felld-
ar með 13 atkv. gegn 10, og síðan féll frumvarpið í
heild sinni með sama atkvæðamun. Var meiri flokka-
skipting á þingi nú en áður, og snerist hún um stefnu
dr. Valtýs, eða valtýskuna, sem kölluð var, og voru þeir
kallaðir valtýingar eða vallýskir, sem henni fylgdu, en
sjálfir nefndu þeir sig stjórnarbótarflokk. Á móti henni
voru ekki að eins þeir, sem lengra höfðu gengið í sjálf-
stæðiskröfunum, heldur einnig aðrir, sem áður höfðu látið
sér hægt um breytingar á stjórnarskránni, eða jafnvel
verið á móti þeim. Mestir atkvæðamenn í flokki dr. Val-
týs voru Skúli Thoroddsen, ]ón Jensson, Guðlaugur
Guðmundsson, séra Sigurður Stefánsson og Kristján
Jónsson, en af andstæðingum valtýskunnar hafði Kle-
mens Jónsson sig mest frammi, auk Benedikts Sveins-
sonar. Valtýskan hafði einkum fylgi þeirra, sem voru