Andvari - 01.01.1937, Side 38
34
Fiskirannsóknir
Andvari
(sjá sömu skýrslu, bls., 68—69). Síðustu sumur heíi ég
reynt að fá þessi þorskseiði á 2. ári hjá mönnum, sem
að staðaldri stunda þyrsklingsveiðar, í öllum hverfum
Grindavíkur og í Höfnum, en ekki getað fengið nema
örfáa fiska undir 35 cm lengd, í júlí—ág. þegar þeir
eiga að vera U/3 ársgamlir og líklega 20 — 30 cm lang-
ir, flestir, en þessi fiskur, sem er 35 cm eða meir, er
tvævetur eða eldri, eða með öðrum orðum sagt: á þess-
um svæðum, þar sem sjór er hlýjastur og jafnframt ó-
kyrrastur hér við land, verður mjög lítið vart við 2
yngstu árganga þorsksins með vanalegum veiðarfærum.
Þá er spurningin: hvar heldur þorskurinn við S- og
SV-strönd landsins (utan fjarða) sig fyrstu 2 aldursárin,
eftir það að hann hættir uppsjávarlífi sínu, úr því að
svo lítið verður vart við hann á grunnmiðum? Svarið
verður eftir því sem ég fæ bezt séð: hann heldur sig
mest á sömu slóðum og hann leitar botnsins fyrst á (sbr.
áður sagt um »Thor« og »Explorer«), þar sem hann
fær gnægð hentugrar fæðu (smá krabbadýr, skrápdýr,
orma og skeldýr), eða á 60—70 m (30—40 fðm.) eða
dýpra, á sumrin, en dregur sig á meira dýpi, þar sem
stóri þyrsklingurinn er (?), jafnvel út af landgrunninu, á
veturna. Eitthvert slangur af honum gengur inn að landi,
þar sem vel er aðdjúpt, enda þótt hann smæðar sinnar
vegna ánetjist lítið eða festist ekki á lóðarönglum, en
forðar sér í djúpið, ef sjór ókyrrist mikið, sem jafnvel
getur átt sér stað á þessum slóðum á sumrin. En þetta
þarf að rannsakast be(ur. — Ufsinn, sem er miklu meiri
uppsjávarfiskur en þor^skurinn, heldur sér í mergð fyrstu
2 árin inni við land á þessum slóðum vetur og sumar,
enda þótt honum geti orðið hált á því, ef hann gengur
í stórstraum inn í lón eða rásir, sem þorna í smástraum.
Hins vegar brimrotast hann sjaldan.