Andvari - 01.01.1937, Side 40
36
Fiskirannsóknir
Andvari
á vetrarvertíð, því að með henni fylgir oft mergð af
stórþorski, eða þorskur, sem þegar er kominn á miðin,
verður hamslaus af löngun í loðnuna og eltir hana, hvert
sem hún fer, sinnir engri beitu (3: hættir að fást á lóð),
veður uppi um allan sjó og fæst þá heldur ekki í botn-
vörpu eða net, sem liggja í botni, svo það getur tekið
fyrir allan afla, þangað til fiskurinn, sem ekki hefir
hlaupizt á brott með loðnunni, er búinn að melta og
jafna sig eftir ofátið.
Það mætti ætla, að þessar göngur væru mjög reglu-
bundnar, líkt og gotgöngur margra annarra fiska, og þá
ætti að mega reikna þær nokkuð út, en svo er ekki. Loðn-
an bregzt stundum, en þó tíðast að eins ár og ár í senn,
en nú hin síðari árin hefir hún brugðizt á þessum slóð-
um vertíð eftir vertíð, og skal nú greint frá því nokk-
uð nánara, samkvæmt athugunum mínum og upplýsing-
um, er ég hefi aflað mér þar að lútandi.
Eg hefi nú um 40 ára skeið reynt að fylgjast með
göngum loðnunnar á ofangreindum slóðum og skrifað
hjá mér hið helzta af því, sem ég hefi orðið vísari. Fram
til 1928 bar ekki á neinum loðnuleysistímabilum, árum
saman, að eins ár og ár, sem hún brást, annars svip-
uð. Eg birti hér örstuttar upplýsingar um árin 1923—
1928, sem géfa hugmynd um loðnugöngurnar, eins og
þær hafa verið vanar að vera og svo um árin síðan,
sem öll mega teljast loðnuleysisár, nema árið sem leið.
Upplýsingarnar verða þessar:
1923. Mikil Ioðna í Hornaf., frá marzbyrjun; rak mik-
ið í Hestgerðisósi og á Meðallandsfjörum; lítil í Vestm.
og vesturmeð.
1924. Loðna með allri S.-ströndinni, kringum Jökul
(Snæfellsjökul) og á Austfjörðum.