Andvari - 01.01.1937, Side 55
Andvari
Fiskirannsóknir
51
standi í sambandi við hin miklu hlýindi (og meiri smokk-
fisk?) hér í sjónum þessi ár.
I skýrslu minni 1929—30 gaf ég stufta skýrslu um
hrefnuveiðar og aðrar hvalveiðar hér á fjörðum inni,
ems og þaer hafa verið reknar hér upp á síðkastið, og
náði sú skýrsla yfir árin 1914—30. Hefi ég nú fengið
uPplýsingar um veiðarnar síðan (hjá erindrekum Fiski-
félagsins og Þorláki á Saurum) og samkv. þeim hefir
ueiðin á Vestfjörðum (aðeins í Isafj.djúpi) verið þessi:
1931 5 hrefnur, 1932 3 hr., 1933 8 hr., 1934 3 hr.,
(°2 1 marsvín) 1935 engin, 1936 1 hr., als 20 hrefnur.
Við norðurland (aðeins í Eyjaf.) var veiðin: 1931 2 hr.,
j932 2 hr., 1933 2 hr., 1934 1 hr., 1935 2 hr., 1936
engin; alls 9 hrefnur.
Hinsvegar hafa nú 2 síðustu árin verið reknar hval-
ueiðar (stórhvalaveiðar) af innlendum mönnum frá stöð-
inni gömlu í Tálknafirði og með svo sæmilegum árangri,
vonandi er, að þær geti þrifizt og færi betur að svo
Vrði, því að nógu lengi hafa íslendingar mátt láta sér
lynda að sjá útlendinga veiða hér hvalina, sem þeir að
slálfsögðu hefðu átt að veiða sjálfir. Skýrslur um þessa
Ve>ði birtir Hagstofan sennilega á sínum tíma, svo að
þess gerist ekki þörf hér.
E. Lónin í Kelduhverfi.
Á milli bæjarins Lóns í Kelduhverfi og SV-horns
Axarfjarðar (Fjallahafnar) er stöðuvatn eitt, allstórt (ca
3 km langt frá N til S og ca 1 km breitt), með stutt-
nm, bugðóttum, djúpum ósi til sjávar. Það nefnist norð-
þar Lónslón, eftir bænum, en orðið haft í fleirtölu:
^°nin, af því að grandi skiftir því í tvennt: Innri- og
trilón. Um vatn þetta vissi ég lítið, annað en það sem
ortið sýnir, fyrri en í árslokin 1927, er Björn Guð-