Andvari - 01.01.1937, Page 72
68
Mídas konungur vorra tíma
Andvari
Hjátrúin á gullið er einkennilega rótgróin og ekki
eingöngu á meðal þeirra, sem hagnast á hjátrúnni, heldur
jafnwel á meðal þeirra, sem hún vinnur stórtjón. Haustið
1931, þegar Frakkar neyddu Englendinga til að hverfa
frá myntfæti gullsins, héldu þeir sig vinna Englendingum
mein með því, og flestir Englendingar voru á sama máli.
Um endilangt England fundu menn til eins konar blygð-
unar, og þjóðin leit svo á, að hún hefði verið auðmýkt.
Þó höfðu allir beztu hagfræðingar Breta haft uppi
háværar kröfur um, að horfið yrði frá myntfæti gullsins,
og reynslan hefir síðan sýnt, að þeir höfðu rétt fyrir sér.
Svo fáfróðir eru þeir, sem stjórna bankamálunum, að
beita þurfti brezku stjórnina ofbeldi til þess að fá hana
til að gera það, sem var affarasælast fyrir brezka hags-
muni, og það var aðeins fyrir óvild Frakka, að þeir
álpuðust til að gera Englandi þenna óviljanda greiða.
Af öllum atvinnurekstri, sem almennt er talinn nytsam-
legur, er gullgröfturinn áreiðanlega fjarstæðastur öllu
skynsamlegu viti. Gull er grafið upp úr iðrum jarðarinnar
í Suður-Afríku og síðan flutt, að viðhöfðum öllum hugs-
anlegum varnarráðstöfunum gegn þjófum og slysum, til
Lundúna, París og New-Yorkborgar, þar sem því er
aftur komið fyrir niðri í jörðinni í kjallarahvelfingum
bankanna. Auðvitað hefði það eins vel mátt vera kyrrt
neðanjarðar í Suður-Afríku. Ef til vill var eitthvert gagn
að gullforða í bönkum á meðan gert var ráð fyrir, að
til hans yrði einhvern tíma gripið. En þegar sú fjármála-
stefna var tekin upp, að gullforðinn yrði aldrei látinn
fara niður fyrir ákveðið lágmark, var það sama sem að
gera þá upphæð að engu. Ef eg legg 100 krónur til
hliðar í því skyni að grípa til þeirra, þegar að þrengir
fyrir mér, er fullt vit í því. En ef eg ákveð, að hvað
sem fyrir kunni að koma, skuli eg aldrei skerða 100