Andvari - 01.01.1937, Page 82
78
Mídas konungur vorra tíma
Andvari
Það er ógæfan í sambandi við fjárhagsmálin eins og
hermálin, að allir þeir, sem eru sérfróðir um þessi mál,
eru jafnframt gegnsýrðir af hleypidómum, sem eru and-
stæðir hagsmunum þjóðfélagsins. Þegar afvopnunarráð-
stefnur eru háðar, eru það aðallega sérfræðingar um
sjóhernað eða landhernað, sem eru því til hindrunar, að
þær nái tilgangi sínum. Það er ekki af því, að þessir
menn sé óheiðarlegir, heldur eru þeir svo blindaðir af
atvinnu sinni og sérfræði, að þeir sjá ekki afvopnunar-
málin í réttu ljósi. Nákvæmlega hið sama á sér stað um
fjármálin. Það getur ekki heitið, að nokkur hafi nána
þekking á þeim aðrir en þeir, sem græða fé á ríkjanda
skipulagi, og þeim er eðlilega um megn að geta litið
algerlega hlutdrægnislaust á málin. Ef ráðin á að verða
bót á þessu, er nauðsynlegt að gera lýðræðinu sem
ljósasta þýðingu fjárhagsmálanna og finna ráð til að gera
lögmál þeirra einfaldari og almenningi auðskildari. Því
verður ekki neitað, að þetta er allt annað en hægðar-
leikur, en þó ætla eg ekki, að það sé óframkvæmanlegt.
Einn af aðalerfiðleikunum, sem lýðræði vorra tíma á í
höggi við og er til hindrunar því, að það nái tilgangi
sínum, er það, hve flókin viðfangsefni stjórnmálanna eru,
sem aftur gerir það arð verkum, að það verður sífellt
erfiðara og erfiðara fyrir venjulega menn og konur, að
gera sér skynsamlega grein fyrir viðfangsefnunum og þó
ekki sé annað en að koma sér niður á, hverjum sérfræð-
ingnum sé bezt treystandi. Við þessu eru engin önnur
ráð en að auka fræðsluna og að finna upp aðferðir við
að útskýra skipulag og hætti þjóðfélagsins á þann hátt,
að slíkt verði auðskildara en það er nú. Þessum endur-
bótum hljóta allir þeir, sem trúa á virkt lýðræði, að vera
fylgjandi. En ef til vill eru nú engir lengur til, sem trúa
á lýðræði, nema þá í Síam eða fjarst í Mongólíu.