Andvari - 01.01.1937, Blaðsíða 84
80
Hvernig skapast kvæði og sögur?
Andvari
kvæði, búast margir við því, undir niðri, að þær bænir
geti naumlega af sér góðan skáldskap. Sú skoðun er
algeng, að guðleg öfl hvetti skáldin til ljóðagerðar, sbr.
orðtækið: guðinnblásið skáld. Eg hefi oft orðið fyrir
þess háttar spurningum, hvort skáld hafi frið við dagleg
störf fyrir áleitni ljóðadísar, eða kvæðagyðju. Eg get
vel játað, að eg þekki eigi þá frekju þess háttar kvenna.
Ég held, að þær sé ekki sérlega útfalar á blíðu sinni.
Þó að skáldum þyki eigi gott að vera beðin um kvæði
— ég hefi sæmilegar sannanir fyrir því, að mannvinurinn
Matthías tók oft stuttaralega í þær kvaðir — eru samt
dæmi til, að ágætis kvæði hafa skapazt fyrir bón. Mér
þótti merkilegt að hlýða á erindi í fyrra, sem mennta-
konan háaldraða Thóra Friðriksson flutti í útvarpið. Það
var um tildrögin að því, að þjóðsöngur Frakka varð til
— heimskunnur bragur. Skáldið, sem orti sönginn, varð
fyrir þeirri guðsblessun, að kona bað höfundinn að gera
kvæðið. Hann tók þvert í þetta fyrst og bar fyrir sig
vanmátt sinn. En konan ól á bæn sinni og fékk hann
með fortölum til að reyna. Konan mun hafa bent skáld-
inu á, að engin víti lægi við viðleitninni, ætíð væri
hægurinn hjá að stinga undir stól því, sem mislukkaðist.
Þarna hitti hún á höfuðatriðið. Hvert skáld, sem tekur
til að glíma við yrkisefni, mundi hugsa sem svo: reyna
má það; ef þetta mistekst, fer það eigi fleirum á milli
en mín og eldsins.
En um þetta kvæði, þjóðsöng Frakka — ef eg man rétt,
orti skáldið lagið um leið — er það að segja m. a., að
engan mundi gruna, að það væri fram komið eða til
orðið fyrir bænastað. Það virðist vera svo skylt gosi, er
náttúran hefir ótilkvödd skapað.
Þegar vér lesum minningar Matthíasar og Gröndals,
vekur það undrun forvitni vorrar, að þeir minnast hvergi