Andvari - 01.01.1937, Qupperneq 85
Andvari
Hvernig skapast kvæöi og sögur?
81
á það einu orði, sem oss langar mest til að vita um
innra mann þeirra.
Hvernig urðu kvæði þeirra til, einkum þau beztu?
Hvaða atvik eða hugsanir hrundu kvæðunum af stað?
^ttu útlendir höfundar hlut að máli, eða náungar skáld-
anna. Kváðu þau ótilkvödd eða fyrir bænastað? Voru
þau lengi við kvæði, að jafnaði, eða stutta stund.
Reyndar hafði ég það upp úr Matthíasi, að hann hafi
°ftast gert að fullu hvert kvæði á einum og sama degi;
enda ætluðu margir, að Matthías kvæði svo að segja
°S]álfrátt. En torfærur þekkti Matthías. Hann sagði mér,
að stórfelldasti kaflinn í Manfreð hefði verið sér svo
torveldur í þýðingu, að hann hefði hvað eftir annað
hrokkið frá. Svo einn morgun hefði hagurinn greiðzt
aflt í einu. Indriði Einarsson getur þess á prenti, að
^fatthías hafi tví-þýtt Manfreð og í seinna skiptið lítið
a°tað fyrri þýðinguna. Á þessu má sjá, að Matthías hefir
Þekkt örðugleika, enda lætur það að líkindum.
Um Gröndal gengur sú saga, að hann hafi ort Örvar-
. dsdrápu undan prentsmiðjunni, það er að segja, sezt
niður, þegar prentarann vantaði handrit, og hefur sá af
miklu að taka, er því líkt gat.
Komizt hefi ég á snoðir um það hjá Guðrúnu Erlings,
3 Þorsteinn hafi verið Iengi að yrkja kvæði og vand-
Vlfkni hans þurft að leggja sig í líma, eða bleyti, sem
®v° er kallað. Ég hefi heimildir fyrir því, að ljóðnæm
ald (stemminga-skáld) heyra hætti kvæðanna inn í
tra sín höfði, svo að segja, og er þeim mönnum nokk-
Urn veginn auðveld byrjun kvæðis. En þá er kvæðisraun
^®Vst að miklu leyti, þegar skáldið hefir náð í hátt, sem
Vl líkar, og gert þó ekki sé nema eina vísu boðlega.
s„ er merkilegt að hafa heimild fyrir því, hvernig þjóð-
9ur Frakka varð til, svo stór-vel sem hann er gerður
6