Andvari - 01.01.1937, Síða 90
86
Hvernig skapast kvæði og sögur?
Andvari
salti eitt ár. Þessi varúð gildir engu síður um kvæði.
Flestum þykir sinn fugl fagur, og öllum mæðrum mun
þykja barnið sitt nýfætt einstaklega fallegt. Höfundar sjá
missmíði á sögu eða kvæði við endurlestur og endur-
mat. Og þó að búið sé að þaulsverfa kvæði og marg-
leita að beztu orðum, getur svo farið eftir ár og dag>
að augu opnist fyrir annmarka eða þverbresti í kvæði
og þá um leið gefi nýja sýn til endurbóíar eða lagfær-
ingar. Stundum geta þannig heilár vísur orðið sjálfdauðar
eða fallið úr fatinu, dáið drottni sínum. Og heyra má
það á Eddu-Snorra, að hann gerir ráð fyrir, að skáld
sé eigi hraðkvæð.
Ég gat um það og hafði Thóru Friðriksson að heim-
ildarmanni, að þjóðsöngur Frakka varð til fyrir bænastað.
Matthías getur þess einhvers staðar, að Sveinbjörn Svein-
björnsson tónskáld gerði lagið við Guð vors lands fyrir’
áeggjan Matthíasar og þó harla tregur. Ég býst við, að
tónskáld kvíði fyrir að búa til lag á þvílíkan hátt, seffl
Ijóðskáld eða sagnaskáld kvíðir fyrir sinni þraut. Sá kvíð-
bogi mundi vera skyldur kvíðboga, sem kona ber í brjósti,
sú sem á fyrir höndum að leggjast á sæng. Öll dýrmæh
kosta fórnfæring. Því meiri verðmæti eru í vændum, sem
meira er í sölurnar er lagt. Að gera lélegt kvæði er við-
líka auðvelt sem að kasta upp bláu vatni. En að gera
gott kvæði því líkt sem fyrir konu að komast í barnsnauð.
Ég líkti áðan kvæðisgerð við uppfinningu og hafði 1
huga Edison, uppfinningamanninn mikla. Eftir honum var
það haft í amerísku blaði skömmu fyrir andlátið, að
geníið fengi að erfðum eða í vöggugjöf 2 hundruðustu
snilldar sinnar, 98 hlutar væri fengnir með ástundun og
viljaþreki. Þetta eru vissulega ýkjur. En þessi ummæli
gefa vísbendingu um þá óskaplegu örðugleika, sem miklu
mennirnir á sviði andlegra mála verða við að etja, tn