Andvari - 01.01.1937, Side 116
112
Dagselning Stiklastaðaorusfu.
Andvarí
kraflaverkasöguna. Þess er og naumast að vænta, því
að þessi dagsetning brýtur algerlega í bág við hina alda-
gömlu kenningu kirkjunnar, er sífellt nærðist og styrkt-
ist af hinum árlegu minningarhátíðum um dauða Olafs
konungs, sem haldnar voru 29. júlí. Því verðum vér að
ætla, að það hafi verið mjög gömul og áreiðanleg heim-
ild, sem höfundur Olafs sögu studdist við, þegar hann
hafnaði 29. júlí sem dánardægri konungs. í þessari heim-
ild er dánardægur Olafs helga sett mánudaginn 1029
vetrum og 209 nóttum eftir Krists burð, sem nú mun brátt
verða ljóst.
Nú er að vísu svo háttað, að samkvæmt venjulegum
timareikningi kirkjunnar gefur þessi tímalengd frá Krists
fæðingu daginn 29. júlí 1030. En sá dagur er ekki
mánudagur, heldur miðvikudagur. Af þessu leiðir alla
ringulreiðina í miðaldaheimildunum um ár og dag Stikla-
staðaorustu. Þegar höfundar hinna gömlu heimilda veittu
því eftirtekt, að 29. júlí 1030 var miðvikudagur, urðu
fyrir þeim þrjár leiðir um skilning tímaákvæðisins: mánu-
daginn 1029 vetrum og 209 nóttum eftir Krists burð:
í fyrsta lagi mátti fallast á mánudaginn 1030, en fella
burt 29. júlí; í öðru lagi mátti halda ártalinu 1030 og
29. júlí, en fella burtu mánudaginn, og í þriðja lagi
mátti halda mánudeginum 29. júlí, en fella burtu ártalið
1030. Og á allt þetta þrennt rekumst vér í gömlum
heimildum.
Eins og vér höfum þegar séð, flyfur höfundur Olafs-
sögu dánardægur konungs aftur um 9 nætur, til mánu-
dags 20. júlí 1030. Við þetta lengist tímabilið milli dauða
hans og upptöku líkama hans, 3. ágúst 1031, um 9
nætur. En þetta tímabil er svo fyllt af kraftaverkasög-
unni um það, að lík konungs hafi legið 9 nætur í jörðu
eftir að það kom upp úr gröfinni í fyrra skiptið. Svo