Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 128
122
Norðurferðir
þess að leiðbeina því upp eptir ánni til Jakutsk, sem
liggur yfir 200 danskur mílur uppi í landi. Vega ætlaði
að dvelja þar nokkuð, til þess að kveðja fikunauta sína,
en hafið var íslaust og beggja skauta byr, svo að þeir
hjeldu þegar á stað austur eptir, því að eigi var víst,
að þeir myndu bíða betra byrjar, og bezt var að sœta
fœri meðan gafst.
Frá mynninu á Lena hjeldu þeir austur eptir í bezta
veðri um íslaust liaf. Fyrir norðan Síberíu liggur eyja-
klasi, er kallast Nýja-Síbería; þær eyjar eru lítt kann-
aðar, en þó merkilegar fyrir dýraleifar þær, er þar finn-
ast. far eru stórir haugar af mammútsdýrabeinum, nas-
hyrningsbeinum og rostungstönnum; það yrði því eflaust
til mikils gagns fyrir vísindin, ef það yrði rannsakað.
pað höfðu lengi gengið manna á milli frásögur og æfin-
týri um eyjar þessar og auðœfi þau, er þangað mætti
sœkja, en þær vóru aldrei rannsakaðar fyrr en Heden-
ström gjörði ferðir þangað 1809—1811. Hann fór á
hundasleðum þangað norður áður en ísa leysti á vorin og
mældi eyjarnar. Nordenskiöld vildi lenda á syðstu eyj-
unni, er heitir Liakoff, en varð frá að hverfa fyrir ísum,
grynningum og dimmviðri. Sigldu þeir síðan inn að
meginlandi, en urðu þó töluvert að berjast við ís. Frá
Svíatoj-nesi gekk ferðin greiðlega austur eptir; þó vóru
grynningar miklar með landi fram, stendurnar lágar og
sáust illa fyrir þokunni, svo að alla varúð þurfti við að
hafa. 3. septemberm. komust þeir í kafaldsbil í mynnið
á fióa þeim, er Kolyma fellur í, að Bjarneyjum; ætluðu
þeir síðan að halda dýpra, en urðu frá að hverfa fyrir
mestu hafþökum. Hjer fyrir norðan Síberíu, fyrir norðan
Jakan-höfða, liggur land, er kallast Wrangelsland; menn
hafa sjeð það af sjó (Long 1867), en enginn norðurálfu-
maður hefir stígið þar fœti á land. þ>angað vildi Nord-
enskiöld komast, ef hœgt væri, en þess var enginn kostur
fyrir ísum. Um þessar slóðir höfðu þeir mestu þrautir