Andvari - 01.01.1880, Qupperneq 169
og tímatal.
163
saga hins lielga í Heimskringlu byggð. Má og geta
nærri, að Hallr í Haukadal hafi kunnað utan bókar öll
kvæði Sighvats og margsinnis liaft tal af honum sjálfum,
en hann sagði aptr Ara; og á líkan hátt gat Ari haft
ileira, t. a. m. hina ágætu frásögu urn í>orgný lögmann
á Uppsalaþingi og rœðu hans þar, því Hjalti Skeggjason
var þar sjálfr viðstaddr og heyrði forgný tala, en hann
hefir óefað aptr margsinnis sagt frá því á íslandi, svo
að bæði Hallr og aðrir, er Ari talaði við, heyrðu upp á.
þ>arf því ei að undra, þó öll frásögn Ara væri merkust
og áreiðanlegust, en eg tek þetta einkum fram hér
vegna þess, að lionum er samt margfaldlega gerðr sá
óréttr, sem engum heldr er í hag nema þeim, er ríra
vilja álit íslenzkra bókmennta í fornöld, með því að gera
hinar ágætustu frásagnir þeim mun yngri og ómerkilegri,
að eigna Snorra Sturlusyni það, sem annar eldri og því
líka áreiðanlegri á með réttu, og — sem Snorri sjálfr
eignar honum. Á þenna hátt, sem nii hefir verið sýnt
lítið dœmi til, á því og að rannsaka um allar hcimildir
Ara eptir efninu sjálfu, en ei láta sér lynda að
tala að eins um handritin og aldr þeirra, sem ekkert
sannar eitt fyrir sig. Eins góðar heimildir og hér liafa
verið nefndar fyrir öðru hafði Ari og fyrir lögsögumanna-
tali sínu, því það er, að sjálfs hans sögn um þá, er
fyrir hans minni vóru, mest ritað eptir sögu Markúsar
Skeggjasonar lögsögumanns, samþingisgoða og venzla-
manns Haukdœla; «en honum sagþi pórarinn, bróþir
hans, oc Scegge, faþir þeirra, oc fieiri spakir menn, til
þeirra æfi es fyr hans minni vóru, at því es Bjarne
hinn spake hafþi sagt, föþorfaþir þeirra, es munþi
fórarinn lögsögumann oc vi aþra síþan». Hér er sagati
upprunalega komin frá manni, er sjálfr mundi þann
lögsögumann, er fyrst leiddi sumarauka í lög, og má
þá geta nærri, að hann hafi og kunnað að segja rétt
frá hveniig á öllu því stóð. porsteinn goði, faðir
11*