Skírnir - 01.01.1930, Page 12
6
Merkisár í sögu Alþingis.
[Skírnir
merkustu þingin. Því miður hafa ekki allir þeir menn, er
leitað var til, getað orðið við þeim tilmælum. Hefir því
ekki orðið kostur sumra þeirra höfunda, er ráð var fyrir
gert í öndverðu. Verða því bæði þingárin færri, sem tekin
verða, og ekki svo vel um sum þeirra ritað sem mundi
verið hafa, ef þeirra hefði orðið kostur, sem í öndverðu
var leitað til. En þó hafa svo margir góðir menn vikizt
vel undir þetta mál, að einsætt þótti að framkvæma þá
ályktun fulltrúaráðsins, sem áður getur.
Svo hefir líka óheppilega tekizt til, að ritstjóri Skírnis,
Árni bókavörður Pálsson, var síðastliðið sumar ráðinn til
langferðar um England og Kanada. Fór hann utan í önd-
verðum nóvember 1929 og skyldi vera utan langt fram á
útmánuði. Hinsvegar var ákveðið, að Skírnir skyldi koma
út miklu fyrr en vant er, fyrir Alþingishátíð, ef þess yrði
nokkur kostur. Ritstjórinn hefir því ekki mátt sjá um Skírni
að þessu sinni. Hefir undirritaður reynt að gera það eftir
föngum.
Einar Arnórsson.
Árið 930.
Eítir Einar Arnórsson.
Hér skal ekki löngu máli eyða til að leiða rök að því,
að fyrsta Alþingi hafi verið háð árið 930. Svo rnikið hefir
verið ritað um upphafs-ár Alþingis, að þar er engu við að
bæta. Til glöggvunar skal þetta eitt sagthér: Ari fróði rekur
í íslendingabók sinni lögsögumenn frá Hrafni Hængssyni
til Skafta Þóroddssonar og segir, hversu lengi hver þeirra
hafði lögsögu. Kemur þá fram, að Hrafn Hængsson hlýtur
að hafa tekið lögsögu sumarið 930 á Alþingi. Þetta er
óhrekjandi, svo framarlega sem skýrsla Ara um lögsögu-
mannsár hvers lögsögumanns er rétt. Og er engin ástæða
til að rengja hana. En svo segir Ari, að Hrafn hafi tekið
lögsögu »næstr« Úlfljóti. Allt veltur þá á því, hvort Úlf-