Skírnir - 01.01.1930, Blaðsíða 18
12
Merkisár í sögu Alþingis.
|Skirnir
óðalsbændur (höldar) eða þaðan af kynstærri menn hafi
farið úr Noregi til íslands. Um fáeina er sagt beint eða
óbeint, að þeir hafi verið hersar eða af hersaætt. Svo
er t. d. víst um Skalla-Grím, Sel-Þóri, sonu Ketils flatnefs,
Þórólf Mostrarskegg, Steinólf lága o. fl. Nokkrir teljast enn
göfugri, konungbornir skammt fram eða langt, en sjálfsagt
verður sumt af því ekki talið áreiðanlegt. Hins vegar eru
ýmsir landnámsmenn nefndir »ágætir« eða »göfugir«, án
þess að sagt sé, hvernig á þeím einkunnum standi. Er þá
líklegast, að þeir hafi verið hersa-ættar eða sækonunga.
Hversu mikill hluti landnámsmanna úr Noregi beínt hafi
verið höldar, sést auðvitað ekki heldur. En eigi er ólik-
legt eftir lýsingu á þeim og landnámum þeirra að dæma
og ættum, sem raktar eru frá þeim, að allt að 200 þeirra
hafi haft þá nafnbót í Noregi. Tíl marks um það, að meiri
hluti íslenzkra manna, sem til Noregs komu í upphafi 11.
aldar, hafi verið taldir af gömlum hölda-ættum, má ef til
vill hafa það, að eftir samningnum milli íslendinga og Ólafs
konungs helga rétt eftir 1020 skyldi íslendingar hafa hölds-
rétt í Noregi. íslenzkir farmenn voru oftast höfðingjasynir
eða góðra bænda. Og mun gert ráð fyrir því, að þeir stæði
ekki almennt að baki norskum óðalsbændasonum að ætt
og mannvirðingum. En svo er nær helmingi landnáms-
manna, sem varla verður neitt sagt um. Sumir þeirra kunna
að hafa verið höldar og sumir ekki.
b. Það hefir stundum verið gert allmikið úr því, að
Norðmenn hafi fyrst farið til Vesturlanda, dvalizt þar lengi,
drukkið í sig menningu þeirra landa, kvænzt þarlandskon-
um, og síðan farið til íslands, oft með vesturlenzkt þjón-
ustufólk, venzlamenn og þræla. Líklega er ekki mjög mikið
úr þessu gerandi. Að því er séð verður, hafa um 9 10 hlut-
ar allra landnámsmanna komið til landsins beint frá Nor-
egi. Hinir, er til íslands komu frá Vesturlöndum og norsk-
ir voru að ætt, voru milli 20 og 30, svo að sagt verði
með nokkurn veginn vissu. Hitt er satt, að sumir þeirra
voru ættstórir og höfðu með sér venzlalið rnikið og þjón-
ustufólk. Atkvæðamestir norskra landnámsmanna vestan