Skírnir - 01.01.1930, Page 22
16
Merkisár i sögu Alþingis.
[Skírnir
manns með leyfi hans eða þeir jafnvel brutust þar til landa,
og hafa sumar byggðir skapast á þann veg.
Eftir því sem fólki fjölgaði í landinu, hlutu skifti manna
að aukast. Þar er þéttbýlt varð, tóku menn upp leika og
ýmsan mannfagnað í tómstundum sínum. Mátti vel rísa af
því misklið, því að margir voru kappsfullir og óvægnir.
Eftir því, sem fleiri urðu býli í byggðarlagi, og eftir því,
sem fénaður manna fjölgaðist, varð hættara við landa-
þrætum milli nágranna og áskilnaði um beitingar og ágang
búfjár. Frjálsir menn töldu sér þá skylt að hefna allra þeirra
misgjörða, er þeir sjálfir eða ættingjar þeirra nánir höfðu
orðið fyrir. Sá maður, sem fyrir mönnum var í hverju
byggðarlagi, var venjulega í upphafi ættstærsti og fremsti
landnámsmaður þar, eins og t. d. Skalla-Grímur um Mýrar,
Þórólfur Mostrarskegg á Snæfellsnesi norðanverðu, Ingi-
mundur gamli í Vatnsdal, Helgi magri í Eyjafirði o. s. frv.
Síðan tóku forystuna synir hans eða tengdasynir. Þessir
menn hafa orðið sveitarhöfðingjar. Þessir sveitarhöfðingjar
hafa sett niður deilur byggðarmanna sinna. Og svo mátti
búast við ágangi af hálfu manna úr öðrum byggðarlögum,
þegar fram í sótti. Sveitarhöfðingjarnir hafa líka orðið að
rísa við honum og friða byggð sína með styrk byggðar-
manna. Með þessum hætti hlaut þegar að skapast líkt sam-
band milli fyrirmanns byggðar og byggðarmanna sem síðar
varð milli goðorðsmanns og þingmanna hans: Annars veg-
or skylda höfðingjans að halda friði og reglu i byggðinni
og hins vegar skylda byggðarmanna til að styrkja hann til
þess og til þess að hann mætti halda sæmd sinni í skift-
um sínum við annara byggða menn.
Langflestir voru landnámsmenn Ásatrúar, eða menn
heiðnir, eins og það hefir lengstum verið nefnt. Fáeinir
þeirra landnámsmanna, sem dvalizt höfðu fyrir vestan haf,
höfðu tekið kristna trú. Eftir Landnámu að dæma hafa þeir
varla farið fram úr 10. Þessara manna gætti lítt, enda hélzt
kristin trú alls ekki í ættum þessara manna. Ásatrúarmenn
réðu því lögum og lofum. Þeir skildu vitanlega ekki við
sig trúarhugmyndir sínar, fremur en siðu og venjur, þótt