Skírnir - 01.01.1930, Page 25
Skirnir]
Merkisár í sögu Aiþingis.
19
hann í eitt ríki. Landið hefði orðið enn veikara út á við
en það þó varð og sífeld hætta hefði orðið á styrjöldum
milli smárikja þessara. Þessa hættu hafa sumir beztu menn
landsins séð, þegar fram á landnámsöld leið og menn höfðu
búið um sig og gátu farið að sinna fleiru en bráðustu lífs-
þörfum sínum. Hefir þeim verið það ljóst, að eina ráðið til
að afstýra þeirri hættu, sem skipulagsleysið hafði í för með
sér, var að koma á samtökum milli sem flestra áhrifa-
mestu mannanna um stofnun íslenzks allsherjarríkis. í þau
samtök þurfti að fá svo marga góða menn, að þeirra hefði
ekki gætt, sem utan við þau yrði, svo að þeir hefði að
lokum, eða niðjar þeirra, séð sitt vænst að ganga líka í þau.
En eigi var nógur viljinn einn til samtaka. Hitt var
mikilvægasta atriðið, hvernig hinu fyrirhugaða ríki skyldi
fyrir komið. í rauninni þurfti að koma sér niður á það fyrst,
því að undir því var það mjög komið, hverir yrði ríkis-
stofnuninni samþykkir. Við þvi mátti búast, að ýmsir yrði
tregir til að sleppa forræði því, er þeir kunnu að hafa
fengið i byggð sinni. Því varð að finna eitthvert skipulag,
er rýrði sem minnst völd höfðingja hvers byggðarlags. Að
engu mátti hrapa, því að með því mátti tilraunin að engu
verða. Allt varð að hugsa sem vandlegast. Hafa ýmsir
beztu menn beitt sér fyrir málinu. Þeim hefir þótt vissast
að leita ráða út úr landinu og fyrirmynda, svo sem gjör-
legt væri. Þar var Noregur vitanlega næstur. Þangað
huggðust þeir að sækja fyrirmyndir löggjafar sinnar, enda
voru þeir norskum lögum og háttum kunnastir. Úlfljótur er
fenginn til ferðar þessarar. Hann dvelst þrjá vetur í Nor-
egi og undirbýr þar lagasetninguna. Svo kemur hann aft-
ur til íslands. Þá ber hann sjálfsagt hugmyndir sínar undir
vini sína þá, er staðið hafa helzt að utanför hans. Senni-
lega hafa þeir þá afráðið, hvernig og hvar fyrsta tilraunin
til allsheijarþinghalds skyldi gerð. Valið munu þeir þá þeg-
ar hafa Þinovöll við Öxará. Líklegt er, að Þorsteinn fng-
ólfsson hafi að þeim ráðum verið. Þingvöllur hefir þá, og
mikið land með, verið í almenningum (Bláskógar) og lík-
lega hefir þar þá ekkert býli verið. Að ákveðnum þing-
2*