Skírnir - 01.01.1930, Side 45
Skirnir]
Merkisár í sögu Alþingis.
39
ir, enda nefndu goðarnir 3 (»samþingisgoðar«) 36 dómend-
ur. Þetta skipulag virðist vera jafngamalt íslenzka ríkinu.
Það hefir verið lögfest 930 í aðalatriðum. Vorþingin íslenzku
svara til fylkisþinganna norsku. Goðarnir standa fyrir þeim,
eins og hersarnir stóðu fyrir fylkisþingunum í Noregi.
Margir forystumenn höfðu þegar fyrir 930 reist hof á
jörðum sínum, líkt og þeir reislu síðar kirkjur. Hafa ef-
laust verið sett höfuðákvæðin um hofhald í landinu með
Úlfljótslögum. Hverju goðorði fylgdi eitt hof. Það var hið
almenna hof (höfuðhof). Goði stýrði þvi eða Iét annan
stýra fyrir sig blótum. Guldu menn skatt til hans, er ganga
átti til viðhalds hofi og blóta. Þessi skipun mun og vera
til orðin, og staðfest að nokkru leyti, með hinum elztu
lögum. Annars varða hin einu ákvæði, sem Melabók og
íleiri 'neimildir segja, að verið hafi í hinum heiðnu Iögum,
tniaratriði. Segir, að í upphafi þessara laga væri bann við
þvi, að menn hefði »höfðuð« skip (þ. e. skip með dreka-
^yndum) í haf og sigla eigi með »gapandi höfðum né
gínandi trjónu« að landinu, svo að eigi fældist landvættir
við. Hver getur nú haft það fyrir satt, sem honum þykir
líklegt, um þetta.
Nú hefir verið litið yfir aðalatriðin í skipun hins ís-
tenzka ríkis. Land allt hefir nú sameigið löggjafaruald og
dómsvald. Landsmenn eru allir samþegnar, því að sömu
reglur giltu um rétt þeirra, erfðir, vígsgjöld eftir þá o. fl.
Sameiginlegur embættismaður er lögsögumaðurinn. Annars
eru goðar og goðorð máttarviðir stjórnskipulagsins. Goðar
svara til hersanna norsku að því leyti sem þeir nefna dóm-
endur og standa fyrir hofhaldi. En að auki eru goðarnir
löggjafar landsins. Hersar erfðu tign sína eins og goðarn-
ir, en hersarnir gátu ekki selt sína tign né keypt, enda
gátu menn ekki sagt sig úr lögum við þá, meðan þeir voru
í því byggðarlagi, sem vald hersis náði yfir, eins og menn
máttu segjast úr þingi við goða og ganga öðrum á hend-
ur. Má á þessu sjá, að stjórnarskipulag íslenzka lýðríkisins
er aðeins að fáu einu svipað tilhögun Norðmanna, þeirri,
sem mun verið hafa áður en Noregur varð eitt konungsríki.