Skírnir - 01.01.1930, Síða 61
Skírnir]
Alþingi árið 955.
55
um rímkænu mönnum manna bezt trúandi til þess að hafa
gert það, og efalaust þá ekki vegna sambandsins við pásk-
ana beinlínis, heldur til þess að reikningurinn með föstu-
innganga, yrði einfaldur. Það er auðséð af rímbókunum, að
reikningurinn með hinum 5 föstuinngöngum hefir verið
notaður mikið, og eins og próf. Nat. Beckman hefir bent
á, þá byggist hann á sambandinu milli páskanna og miss-
eristalsins. Það er verk rímfræðinganna á 12. öld að sam-
ræma þannig misseristalið og gamla stíl, að reikningurinn
með föstuinnganga varð einfaldur, og má telja þetta með
síðustu umbótunum í misseristalinu. En það er misskiln-
ingur hjá Bilfinger, að draga megi ályktanir um fyrstu
myndun misseristalsins af sambandinu á milli þess og gamla
stíls á ofanverðri 12. öld.
Eins og fleiri, bendir Bilfinger og á það, að mótsögn
komi fyrir í niðurlagi frásagnar Ara fróða um sumarauk-
ann. Það er alveg rétt, að eigi hefir tekizt að fá fullnægj-
andi skýringu á því atriði og verður síðar talað nánar um
það. En þótt svo sé, að hér sé um einhverja mótsögn að
ræða, þá er hún þó eigi þess eðlis, að áátæða sé þess
vegna til að draga í efa annað, sem stendur fyrr í frá-
sögninni.
Ég álít þess vegna, að skoða verði frásögn Ara fróða
rétta í öllum öðrum atriðum, og þær hugmyndir um mynd-
un og þróun misseristalsins íslenzka, sem menn vilja gera
sér, verði að vera samrýmanlegar frásögn hans um fund
sumaraukans.
Ég hefi í Skírni 1928 (Misseristalið og tildrög þess)
gert grein fyrir því, hvernig þessi þróun misseristalsins
hafi sennilega orðið. Hér skal ég þess vegna aðeins laus-
lega nefna helstu atriði þess máls til skilningsauka á því,
hvernig sumaraukinn varð til.
Elzt er skifting ársins í tvö misseri, sumar og vetur,
en því næst koma mánuðirnir. Þeir eru tunglmánuðir, þ. e.
hver mánuður telst frá tunglkveikingu til annarar (eða
tunglfyliingu til hinnar næstu tunglfyllingar), án þess að
menn geri sér ljóst, hve margir dagar séu í þessum mán-