Skírnir - 01.01.1930, Page 70
€4
Alþingi árið 955.
ISkírnir
Ar. Sumar. Alþingi.
962 17. april 19. júní
969 15. — 17. —
976 13. — 15. —
983 12. — 14. —
990 10. — 12. —
997 8. — 10. —
Síðasta árið hafa menn orðið að koma svo snemma
til Alþingis, að búast mátti við ýmsum örðugleikum af
völdum veðráttunnar á leiðinni til Alþingis og við dvölina
þar. Það hefir því verið nauðsyn á þvi að færa Alþingi
aftur um viku. Það er þess vegna sennilegt, að færsla Al-
þingis árið 939 standi í sambandi við þá tímatalsskekkju,
er leiðir af því, að lagt var við sumar aðeins sjöunda
hvert sumar. En á hinn bóginn, ef þeirri reglu hefði verið
fylgt, að hafa sumarauka sjötta hvert sumar, þá hefði tíma-
skekkjan á þessum árum aðeins numið 3—4 dögum og
menn ekki gert sér neina rellu út af því. Styður þetta með
öðru það mál, að sumarauki Þorsteins surts hafi verið sjö-
unda hvert sumar.
Hér hefir verið talið, að sumarauki hafi verið fundinn
955, og þess vegna lagt við sumar árið 997, en vegna
þeirrar viðurlagningar og þar af leiðandi færslu sumarkom-
unnar næsta vor, þá hefðu menn átt að koma til Alþingis
næstum viku seinna árin 998 og 999 og þess vegna fund-
ið sennilega minna til þess þau árin, að Alþingi var farið
að koma snemma saman. Gæti þetta bent á það, að sum-
araukinn hefði eigi verið fundinn fyrr en 957 eða 958, því
að þá hefði átt að leggja við sumar árið 999 eða 1000,
og einmitt þau árin þörfin verið mest aðkallandi að færa
Alþingi aftur.
Jafnframt því að finna sumaraukann, hefir Þorsteinn
surtur sjálfsagt gert þá tillögu, að aukavikan skyldi lögð
við fyrir mitt sumar, enda var þeirri reglu fylgt um margar
aldir. Að sumarauka Þorsteins mætti finna það, að hætta
væri á því, að menn myndi stundum gleyma að leggja
við sumarið, þar eð það ætti aðeins að gerast sjöunda