Skírnir - 01.01.1930, Page 77
Skimir]
Alþingi árið 1000.
71
heiðnum háttum og heiðinni trú. Þá trú og þá háttu skyldi
þeir upp taka, ef þeir vildu neyta þjóðfélagsréttinda sinna,
svo sem fara með goðorð og sitja í dómum. Landnáma
segir þvi ennfremur, að kristnin hafi gengið óvíða í ættir,
þvi að synir sumra kristnu landnámsmannanna hafi reist
hof og blótað, en land hafi verið alheiðið nær hundraði
vetra. Réttara hefði þó verið að segja, að landið hafi ver-
ið alheiðið nær sex tigum vetra, því að það hefir það ver-
ið frá þvi um 920—980. Frameftir landnámsöld hafa nokkrir
kristnir menn haldið trú sinni, en í lok þeirrar aldar hafa víst
flestir kristnu landnámsmennirnir verið andaðir.
II.
Yfirlit yfir stjórnarskipun íslands 965—1000.
Að tali spakra manna var landinu skift í fjórðunga
árið 965. Þá urðu goðorðin 39 á öllu landinu, en áður
höfðu þau, að því er ætla má, verið sett 36. Breytingin
stafaði af því, að Norðlendingar urðu eigi á annað sáttir,
en að þar yrði 12 goðorð. í fjórðungi hverjum skyldi vera
3 vorþing, og voru því hver 3 goðorð saman um hvert
vorþing. Þeir, er voru fyrir norðan Eyjafjörð, vildu ekki
sækja þangað vorþing, og þeir, er voru fyrir vestan Skaga-
fjörð, vildu eigi sækja þangað vorþing. Þá voru og sett
fjórðungsþing, þar er fjórðungsmenn skyldi flytja mál hverir
við aðra (»eiga saman saksóknir«), en allt er það óljóst,
hversu þau þing hafi haldin verið. Vorþingin voru þar á
móti alveg reglulega haldin. Þar áttust þingunautar um
dómsmál við og þar luku þeir skuldaskiftum sínum. Þing-
um þessum var því skift í tvennt: Sóknarþing og skulda-
þing. Samþingisgoðarnir þrír nefndu 36 menn í dóm, sína
tylftina hver. Vorþingin hafa verið samkomur héraðsmanna
með eitthvað svipuðum hætti og Alþingi var samkoma
landsmanna.
Á Alþingi verður allmikil breyting á þessu tímabili.
Fyrst má þar nefna lögréttu. Nú voru komnir 39 goðar, í
stað 36 áður- Það varð að samkomulagi árið 965, að jöfn