Skírnir - 01.01.1930, Page 83
Skirnir]
Alþingi árið 1000.
77
og dvöldust hér 5 ár. Hinn fyrsta vetur sinn hér á landi
dvöldust þeir að Giljá með Koðráni föður Þorvalds. Tók
hann skírn og heimamenn hans, nema Ormur bróðir Þor-
valds. Sumarið 982 gerðu þeir Þorvaldur og biskup bú að
Lækjamóti í Víðidal og bjuggu þar 4 ár Þeir fóru til Al-
þingis og boðuðu mönnum trú. Þorvaldur talaði fyrir þing-
heimi að lögbergi. Þetta hefir verið á þingi sumarið 984.
Og er þetta fyrsta skiftið, sem kristin trú hefir verið boð-
uð opinberlega á Alþingi. Má geta nærri, að slíkt hefir
þótt nýlunda. Ekkert varð þeim ágengt um trúboðið á Al-
þingi, en ortur var um þá níðkviðlingur. Vá Þorvaldur 2
menn í hefnd fyrir það. Á Alþingi 985 mun hann hafa
verið dæmdur sekur fyrir víg þessi og ætluðu menn þá
uð heyja hjá þeim biskupi féránsdóm, að því er virðist, en
það fórst fyrir vegna óhappa nokkurra í ferð óvina þeirra
til dómstaðarins. Næsta sumar fóru þeir alfarnir héðan af
landi. Utan Norðlendingafjórðungs varð þeim ekkert ágengt.
En þar skírðu þeir nokkra menn, auk Koðráns föður Þor-
valds. Þar til eru nefndir Atli hinn rammi, föðurbróðir Þor-
valds, en tengdafaðir Guðmundar ríka, Þorvarður Spak-
Böðvarsson í Ási í Hegranesi, Hlenni hinn gamli í Saurbæ
í Eyjafirði og Önundur Þorgilsson i Reykjadal norður, auk
einhverra fleiri í Norðlendingafjórðungi. Einhverir létu og
primsignast, og eru til þess nefndir Þorkell krafla Vatns-
dæiagoði og Eyjólfur Valgerðarson, faðir Guðmundar ríka
og Einars Þveræings. í Norðlendingafjórðungi er ennfrem-
ur sagt, að margir hafi hafnað blótum og neitað að gjalda
hoftolla. En varla hefir mikið kveðið að því. Getið er og
einnar kirkju, er gerð var í Ási í Hegranesi 984, og er
Það sjálfsagt elzta kirkja landsins, nema ef kirkja skyldi
hafa verið í Kirkjubæ á Síðu hjá niðjum Ketils fíflska.
2. Kristnibodsferð Stefnis Þorgilssonar. Nú líður einn
tugur ára eða nær því, án þess að nokkuð gerist um kristni-
boð á íslandi. En 995 eða snemma árs 996 urðu höfðingja-
skifti í Noregi. Til konungs var tekinn Ólafur Tryggvason,
sem kunnugt er. Ólafur konungur hafði verið í víkingu