Skírnir - 01.01.1930, Page 85
Skirnirj
Alþingi árið 1000.
79
fjörbaugsgarð), ef menn löstuðu goðin, en sök skyldi sækja
frændur hins seka, »nánari en þriðja bræðra, ok firnari en
næsta bræðra«. »Þriðja bræðra« eru fimmmenningar, eins
og bezt má sjá á Baugatali Grágásar. »Annara bræðra«
eru fjórmenningar og »næsta bræðra« eru þrímenningar.
Sakaraðiljar voru þvi fjarskyldari sökunaut en þrímenning-
ar, en nánari en fimmmenningar. Þeir gátu því verið í
frændsemi við hann að þriðja og fjórða, að fjórða og fjórða,
að fjórða og fimmta og að þriðja og fimmta. Stefnir var
samkvæmt þessum lögum sóttur fyrir goðlastan á þessu
sama þingi og gerður sekur. Málið sóttu synir Ósvífurs hins
spaka, bræður Guðrúnar Ósvífursdóttur. Skyldleika þeirra
og Stefnis var svo háttað:
I Björn austræni - Ottar—Helgi—Ósvífur—
Ketill flatnefur synir hans.
( Helgi bjóla—Eilífur—Þorgils—Stefnir.
Stefnir og þeir Ósvifurssynir hafa því verið aó fjórða
og fimmta í beinan karllegg frá Katli flatnef. Sækjendurnir
fullnægðu því alveg skilyrðum laganna.
3. Kristniboðsferð Þangbrands. Stefni virðist alls ekk-
ert hafa orðið ágengt um kristniboðið. En Ólafur konungur
Tryggvason lét ekki hugfallast fyrir það. Maður einn, að
nafni Þangbrandur, eins og hann er nefndur í íslenzkum
heimildum (Þjóðrekur munkur kallar hann Theobrand), sax-
neskur, var með konungi. Þangbrandur var prestvígður
maður, en sagður er hann stórættaður og kappi mikill.
Hafði konungur fengið Þangbrandi kirkju nokkra (»præ-
bendu«), en Þangbrandur eyddi öllum kirkjufjám og aflaði
síðan tilfanga með ránum. Kom mál það fyrir konung, og
keypti Þangbrandur sig í frið við hann með því að heita
því, að hann skyldi fara kristniboðsför til íslands. Eins og
áður er sagt, lætur Kristnisaga Þangbrand koma út til íslands
i Austfjörðum sumarið eðahaustið 996. Hún lætur hann einnig
dveljast hér 3 vetur, til sumars 999, enda ber öllum heim-
ildum saman um það, að það sumar hafi Þangbrandur
farið aftur til Noregs. Kristnisaga rekur ár fyrir ár vist-