Skírnir - 01.01.1930, Page 87
Skírnir]
Alþingi árið 1000.
81
virðist hafa orðið talsvert ágengt um kristniboðið þann
tíma, sem hann dvaldist hér, aðallega í Sunnlendingafjórð-
ungi, í Austfjörðum og nyrzta hluta Norðlendingafjórðungs.
En þó var árangurinn ekki betri en það, að hann lét þess
iitlar vonir, þegar hann sagði Ólafi konungi af ferðum sín-
um, að kristin trú mundi nokkurn tíma viðgangast á íslandi.
Væri íslendingar harðir og illir viðskiftis flestir, enda voru
þeir miklu fleiri, sem í móti mæltu, en hinir, sem við krist-
inni trú tóku. Svo var og sá Ijóður á ráði Þangbrands, að
hann gat ekki, fremur en þeir Þorvaldur og Stefnir, fyrir-
gefið mótgjörðir, og lenti því brátt í vígaferlum, varð síðan
sekur og hrökklaðist í brott sem vargur i véum. Það var
því ekki von, að Þangbrandur bæri sérstaklega hlýjan hug
hl íslendinga almennt. Vist hans á landinu byrjaði og end-
aði með sama hætti. í upphafi vildi enginn greiða för hans,
þar sem hann kom fyrst. Og að síðustu vildi enginn heið-
inn maður heldur hlynna að honum, því að hann var sek-
ur orðinn.
IV.
Kristnitakan árið 1000.
A Alþingi 999 hafa orðið miklar erjur milli kristinna
nianna og heiðinna. Líklega hafa orðið opinberar umræður
um trúmálin þá að lögbergi. Það er sagt, að Hjalti Skeggja-
son hafi þá kveðið að lögbergi kviðling þenna hinn alkunna:
Vilk (aðrir: Sparik) eigi goð geyja,
grey þykki mér Freyja.
Æ mun annat tveggja
Óðinn grey eða Freyja.
Þessi kviðlingur, sem bæði er lítils verður skáldskapur
°8 frámunalega smekklaus goðlastan, er líklega til orðin í
orðasennu milli kristinna manna og heiðinna. Það má nærri
fara um það, hvernig trúaðir heiðnir menn hafi tekið slíku
lasti um guði sína. Hvað mundu trúaðir menn kirkju vorr-
ar nú segja, ef t. d. íslenzkur alþingismaður eða embættis-
6