Skírnir - 01.01.1930, Side 88
82
Alþingi árið 1000.
[Skírnir
maður nefndi í þingræðu eða á opinberum mannfundi guð
kristinna manna slíku nafni, sem Hjalti nefndi guði hinna
heiðnu manna? Að vonum neyttu heiðnir menn laga sinna
og sóttu Hjalta um goðgá og var hann gerður sekur fjör-
baugsmaður. Var það þriggja vetra útlegð af landi héðan,
en vera mátti fjörbaugsmaður á íslandi sumurin að heim-
ili sínu. Runólfur goði Úlfsson sótti Hjalta um goðgá og
hefir hlotið fyrir ámæli sumra hinna þröngsýnu sagnamanna
vorra, eins og höfundar Kristnisögu. Frændsemi ætti að
hafa verið með þeim Hjalta og Runólfi, með því að Run-
ólfur var sakaraðili, en eigi hef ég séð, hvernig þeirri frænd-
semi var varið.
Þetta sumar fór Hjalti Skeggjason utan og með hon-
um tengdafaðir hans, Gizur hvíti. Þeir komu til Noregs, og
var Ólafur konungur Tryggvason þá í Niðarósi. Um líkt
leyti kom Þangbrandur á konungs fund, sem fyrr segir. Þá
voru staddir í Niðarósi margir íslenzkir menn aðrir. Þegar
konungur heyrði, hversu menn höfðu leikið Þangbrand
á íslandi og hvernig menn tóku kristniboði hans, varð
hann afarreiður. Lét hann taka íslenzka menn fasta, að
því er sagt er, og hótaði þeim dauða eða meiðingum. Er
eigi að efa, að hann hefði ekki orðið ljúgheitur um það,
því að eigi mundi hann ótrauðari hermdarverka við út-
lenda menn en við þegna sína óg samlanda, er hann lét
meiða og drepa, ef þeir vildu ekki játa trú hans. Segir
Laxdæla ennfremur, að konungur hafi bannað öllum skip-
um för til íslands þetta sumar. En þá barg Gízur hvíti
málinu fyrir íslendinga. Hann rakti frændsemi þeirra kon-
ungs — þeir voru þremenningar — og lét þess meiri von,
að ísland mundi verða kristnað, ef rétt væri að farið. Lýsti
hann vígaferlum Þangbrands og ofríki Stefnis, og kvað þess
eigi von, að menn hefði viljað þola þeim slíkt ofbeldi.
Sefaðist konungur, en það varð að samningum, að Gizur
og Hjaltl skyldi næsta sumar fara til íslands og reyna að
kristna landið. En konungur lét sér það eigi nægja, heldur
tók hann í gislingu fjóra íslenzka höfðingjasyni, er þá voru
í Niðarósi: Sverting son Runólfs goða Úlfssonar, þess er