Skírnir - 01.01.1930, Page 89
Skimir]
Alþingi árið 1000.
83
sekti Hjalta um goðgá, Kolbein Þórðarson, bróður Brennu-
Flosa, Halldór son Guðmundar hins ríka, og Kjartan Ólafs-
son frá Hjarðarholti. Hefir konungur eigi farið dult með
það, að líf þessara manna lægi við, ef Íslendíngar skipuð-
ust nú ekki við boð hans. Einnig hafði konungur annað
enn ægilegra í bakhöndinni. Hann gat bannað allar sam-
göngur milli Noregs og íslands. Og ef hann hefir gert það
999, eins og Laxdæla segir, þá var hann eigi síður líklegur
til að beita slíku banni siðar, ef íslendingar játuðust ekki
undir kristna trú. Slíkt bann hefði orðið íslandi afar tilfinn-
anlegt. íslendingar höfðu auðvitað aðallega vanizt verzl-
unarskiftum við Noreg. Og við Noreg var aðalmenningar-
samband þeirra. Norskir kaupmenn hafa víst að eigi litlu
leyti birgt upp landið að nauðsynjum. Hafskipastóll lands-
manna hefir hvergi nægt til að birgja landið að nauðsynja-
vöru. Og af því að landsmenn hafa ekki haft nægan skipa-
stól, þá hafa þeir eigi heldur haft tök á að afla landinu
nægilegs nauðsynjavarnings frá öðrum löndum. Þess vegna
hafði Noregskonungur ráð þeirra meir í hendi sinni en ætla
mætti í fljótri svipan.
Áður sögu sé haldið áfram skal víkja nokkuð að höfð-
ingjaskipun á íslandi árið 1000. Og mun þá réttast að rekja
eftir fjórðungum.
Sunnlendingafjórðungur.
í Rangárþingi mun austast hafa haft mannaforráð Þor-
geir skorargeir. Hann telur sig, samkvæmt Njálu, »höfð-
ingja« rétt eftir 1010, og hefir sennilega verið kominn í
höfðingjatölu um 1000. Ekkert er kunnugt um það, hvort
hann var kristinni trú h'.ynntur eða eigi. En frændi var
hann Njáls og vinur, en Njáll hafði látið Þangbrand skíra
sig þá fyrir 2 árum. Svo að eigi er líklegt, að Þorgeir hafi
verið fjandsamlegur í garð kristinna manna. Þorgeir var
kappi mikill og drengur góður. Næstur kemur Runólfur
goði Úlfsson, ríkastur goðorðsmaður í Rangárþingi. Hann
var fastlyndur maður og sannorður, mesti merkismaður
eftir því sem Njála lýsir honum, heitur trúmaður að heiðn-
6*