Skírnir - 01.01.1930, Page 108
102
Alþingi árið 1000.
[Skirnir
nægja þau lög, sem samþykkt voru árið 1000 um kristni-
haldið. Þau stóðu óbreytt þángað til á dögum Ólafs helga
Noregskonungs. Þá er sagt, að íslendingar hafi numið hin
heiðinglegu ákvæði úr lögum sínum, að því er ætlað er
árið 1016. Er vafalaust átt við launblótin, barna-útburðinn
og hrossakjötsátið.
Biskupslaust var í landi og framan af mjög kenni-
manna fátt. Nokkrir erlendir trúboðsbiskupar höfðust hér þó
við á 11. öld. Rétt eftir miðja 11. öld var samþykkt að
hafa innlendan biskup og til þess kjörinn ísleifur prestur,
sonur Gizurar hvíta, sem kunnugt er. ísleifur var ágætis-
maður og andaðist hann 1080. Þá varð biskup Gizur son-
ur hans. Hann gaf föðurleifð sína, Skálholt, til biskupsstóls.
Til þessa tima höfðu engir skattar verið á lagðir til við-
halds kirkju og kristindómi. Er og sagt, að ísleifi biskupi
hafi orðið fjárhagurinn óhægur í biskupstíð sinni. En Gizur
biskup fékk þessu breytt á
Alþingi 1096 eðci 1097.
Fyrir og um aldamótin 1100 voru mest virðir menn
á landi hér, auk Gizurar biskups, Sæmundur prestur hinn
fróði í Odda, Markús Skeggjason lögsögumaður, ættaður
úr Hreppum i Árnessýslu og skyldur bæði Þorkeli mána,
Þorgeiri Ljósvetningagoða og Skafta lögsögumanni. Margir
höfðingjar aðrir hafa þá verið í landi og mun nafnkennd-
astur Hafliði Másson. Segir Ari fróði, að Gizur biskup hafi
verið ástsælastur allra manna, og fyrir þær sakir og af
tölum þeirra Sæmundar og með umráði Markúsar lögsögu-
manns hafi það verið í lög leitt, að allir menn skyldi telja
fé sitt, bæði lönd og lausa aura, og virða og sverja, að
rétt væri virt (að »eiða fé sitt«) og gjalda af síðan tíund.
Þessi lög, tíundarlögin, hefir biskup vafalaust undirbúið
með aðstoð þeirra Sæmundar fróða og Markúsar lögsögu-
manns, síðan talað fyrir þeirn á Alþingi, líklega fyrst að
lögbergi fyrir þingheimi öllum, og síðan látið bera þau upp
til samþykktar í lögréttu. Og þar hafa þau svo verið sam-
þykkt. Þetta eru ein hin merkustu lög, sem sett hafa verið
á íslandi. Þau eru hin fyrstu skattalög í kristnum sið. Þau