Skírnir - 01.01.1930, Page 113
Alþingi árið 1117.
Eftir Guðm. Finnbogason.
»Et fyrsta sumar, es Bergþórr sagþe lng upp, vas ný-
roæle þat gort, at log ór scyllde scriva á bóc at Hafliþa
Móssonar of vetrenn epter at sngo oc umbráþe þeira Berg-
þórs oc annarra spacra manna, þeira es til þess výro tecn-
ef- Scylldo þeir gorva nýmæle þau nfl í logom, es þeim
l'tesc þau betre, an en forno log. Scyllde þau segia upp et
næsta sumar epter í logrétto, oc þau oll hallda, es enn
Táeire hlutr manna mællte þá eige gegn. En þat varþ at
framfara, at þá vas scrivaþr Vigsloþe oc mart annat i
l'Pgom, oc sagt upp í logrétto af kennemonnom of sumaret
ePter. En þat lícaþe ollom vel, oc mællte því mange í
gegn.« (íslendingabók X.)
Margt kysum vér að vita, er hin stutta frásaga Ara
gTeinir ekki, um þessa merkilegu þingsályktun 1117. Hver
átti tillöguna um það að skrifa lögin ? Var það Bergþórr
Hrafnsson lögsögumaður, sem vér vitum ekkert um annað
en það, sem þarna segir, og að hann hafði lögsögu 1117—
^22, en dó árið 1123? Eða var það Hafliöi Másson að
Breiðabólsstað í Vesturhópi, er »var bæði forvitri ok góð-
gjarn ok inn mesti höfðingi«? Það mundi líklegra. Varla
hefði verið samþykkt að skrifa lögin á heimili hans, nema
hann hefði boðið það sjálfur, og ef hann átti frumkvæðið
að lagarituninni, þá var eðlilegt, að hann byði fram þá
fisnu, er þurfti til að halda þá menn um veturinn, er til
þessa voru teknir. Og þar sem segir í Lögréttuþætti: »Þat
skal allt hafa, er finnst á skrá þeiri, er Hafliði lét gera,