Skírnir - 01.01.1930, Side 127
Skírnir]
Alþingi árið 1262.
121
þeir þá um sumarið og voru báðir samt í Noregi veturinn
1246—1247. Árið 1247 kom kardináli páfastólsins í Noreg^
til þess að vígja Hákon konung undir kórónu. Lét konung-
ur þá Þórð og Gizur kæra mál sín, svo að kardináli væri
við. en sagan segir, að kardinálinn drægi mjög taum Þórð-
ar, er hann hafði heyrt, hvert afhroð Þórður hafði goldið
í mannalátum fyrir Gizuri. Réðst það nú af fyrir fulltingi
kardinála, sem sagður er hafa mælt svo, að ósannlegt væri,
að ísland þjónaði eigi undir einhvern konung sem önnur
lönd í veröldinni, að Þórður var sendur til íslands, ásamt
Heinreki Hólabiskupi, og skyldi þeir flytja það erindi við
landsfólkið, að það játaðist undir ríki Hákonar konungs og
þær skattgjafir, sem þeim semdist. Segir Sturlunga (Oxf. II.,
78) konung hafa nú skipað Þórð yfir land allt »til forráða«..
Gizur var haldinn eftir í Noregi og auðvitað mjög móti
vilja sínum. Konungur hefir nú trúað Þórði betur, þótt
hann einarðlegri og búizt við heilindum af honum.
Það fór þó sem fyrr, er þeir Snorri og Sturla höfðu
lofað að reka konungs erindi á íslandi, að Þórður þóttí
lítt flytja konungs mál. Énda rnunu fæstir hafa verið þess
íúsir, að ganga Noregs konungi á hönd. Gerði Þórður eng-
an reka að konungs málum, enda urðu þeir biskup brátt
svarnir óvinir. 1249 fór biskup aftur utan og rægði nú
Þórð við konung. Kvað hann Þórð hvergi halda mönnum
til trúnaðar konungi. Gizur, sem enn var í Noregi, notar
sér þetta auðvitað og leitaðist við að sannfæra konung um,
að mál hans á íslandi mundi betur komin í höndum sín-
um. Þórður hafði lagt undir sig Norðlendinga- og Vest-
firðingafjórðung og undi allvel hag sínum, en nú var hann
kallaður utan á konungs fund 1250. Fór hann utan sam-
sumars og sá eigi síðan ættjörð sína.
Sumarið eftir (1251) sendi Hákon konungur þá Gizur
Þorvaldsson og Þorgils skarða til íslands. Var Gizuri skip-
. aður Norðlendingafjórðungur að mestu leyti, en Þorgilsi
Borgarfjörður, og hafði hann líka gerzt konungs maður.
Tóku Skagfirðingar vel við Gizuri, en lítt fylgdi hann mál-
um konungs. Þorgilsi gekk lakara í Borgarfirði. Þótti Borg-