Skírnir - 01.01.1930, Page 134
128
Alþingi árið 1262.
[Skírnir
það sé íjörráð við sig, ef þeir gangi eigi undir konung. Málið
varð honum auðsótt við Norðlendinga, enda hafa þeir verið
undir það betur búnir. Sunnlendingar voru tregari, en létu þó
til leiðast. Hafa menn þingað um þessi mál utan lögréttu fyrst,
þar til ráðið var, hvað gera skyldi. En er það var, þá var lög-
rétta skipuð, segir í Sturlungu. Og sóru nú 12 nafngreindir
menn úr Norðlendingafjórðungi, og svarar það því, að einn
særi fyrir hvert norðlenzku goðorðanna, eins og þau urðu
965. Nafnkunnastir menn, þeirra er sóru, voru þeir Ás-
grímur Þorsteinsson, er síðar varð mjög kunnur maður á
dögum Staða-Árna, og Hallur af Möðruvöllum i Eyjafirði,
er síðar varð og einn kunnastur maður á landinu. Af hálfu
Sunnlendinga fóru og svardagar fram.
Á Alþingi 1262 hefir lögrétta verið skipuð sem svar-
aði fyrirsvarsmönnum 15 goðorða, eins og þau voru fyrir
965. Nú er ekkert um það vitað, hvort lögrétta hefir ver-
ið fullskipuð eða eigi, en vel mátti það verða, því að lög-
sögumaður, sem þá var Ketill prestur Þorláksson, mágur
Gizurar, gat skipað lögréttu þeim, er hann vildi í stað
goðorðsmanna, er eigi komu til þings og létu eigi heldur
aðra fara þar með goðorð sín. En litlu skiftir þetta. Hitt
er aðalatriðið, að nægilega mikill hluti landsmanna og
nægilega áhrifamiklir höfðingjar höfðu til hlítar gengið
undir konung til þess, að hinir gátu ekki heldur til lengd-
ar annað.
Sturla segir í Hákonar sögu, að menn hafi svarið Há-
koni konungi »land ok þegna ok æfinlegan skatt með slík-
um skildaga, sem bréf þat váttar, er þar var eftir gjört«. Um
skilmálana hefir Hallvarður samið við Gizur og Hrafn Odds-
son fyrir þing, en þeir svo flutt þá mönnum sínum. Það er
alkunnugt, hvað í bréfi þessu, sem nefnt hefir verið Giz-
urarsáttmáli eða Gamli sáttmáli, hefir staðið, enda hefir
það verið margskýrt. Aðalatriði bréfsins voru þessi:
1. Landsmenn lofuðu konungi hollustu og skatti, 20
álnum hver bóndi, er þingfararkaupi átti að gegna (þ. e.
hver bóndi, sem átti eitt hundrað á landsvísu á hvern
þann mann, er hann skyldi fram færa).