Skírnir - 01.01.1930, Page 135
Skírnir]
Alþingi árið 1262.
129
2. Konungur lofaði landsmönnum aftur á móti:
a. Að láta þá ná „friði“ og „íslenzkum lögum“. Senni-
fega hafa margir trúað því, að betri friður mundi haldast
í landi, ef landsmenn gengi á hönd konungi. Hann mundi
hafa nóg afl og nóg vald til þess að brjóta á bak aftur
hvern þann höfðingja, sem vekti ófrið.
b. Að láta 6 skip ganga til landsins 2 árin næstu,
en síðan eftir því sem konungi og hinum beztu bændum
fandsins þykir hentast landinu. Konungar í Noregi höfðu
stundum beitt farbanni milli Noregs og íslands og mjög
líklegt, að konungur hafi gefið í skyn, að til þess ráðs yrði
tekið, ef landsmenn gengi honum eigi á hönd. Nú vilja
landsmenn bæði koma í veg fyrir slíkt bann og svo tryggja
landinu allt af nauðsynlegasta forða útlendrar vöru, er þeir
máttu sízt án vera.
c. Erfðir skyldi upp gefast íslenzkum mönnum i Nor-
■egi, hversu lengi sem staðið hefði, þegar réttir arfar koma til.
d. Landaurar skyldi upp gefast. Landaurar voru toll-
ub er íslenzkir menn átt.u að gjalda í Noregi, er þeir tóku
Þar land, hálf mörk silfurs, en gjalda mátti það í varar-
íeldum. Ekki er nú fullkunnugt, hversu miklu gjald þetta
nam á mann, en sennilega hefir það numið 42 eða 78
álnum vaðmála, og losnuðu menn því við' talsvert háan
toll, þeir er héðan fóru til Noregs.
e. íslendingar skyldi þann rétt hafa i Noregi, er þeir
höfðu beztan haft. Þeir gerðu samning við Ólaf helga um
1020. Eftir honum áttu þeir að hafa sömu bætur sem höld-
arnir norsku fyrir ýmsar móðganir og rétt til að höggva
við til þarfa sinna í skógi konungs. Hinsvegar var þeim
skylt að verja land með konungi, meðan þeir dvöldust í
Noregi. Þessum hlunnindum áttu þeir að halda.
f- Landsmenn segjast vilja jarl(inn) hafa, meðan hann
haldi frið við þá, en trúnað við konung.
3. Þá kemur annað höfuðákvæði sáttmálans: íslend-
úigar segjast halda skulu trúnað við konung og arfa hans,
'aeðan hann og arfar hans haldi samninginn, en lausir
Dera, ef sáttmálinn verður rofinn að beztu manna yfirsýn.
9