Skírnir - 01.01.1930, Page 142
136
Alþingi árið 1281.
[Skírnir
um fögnuði eins og sumir sagnaritarar hafa talið. x) Sama
máli gegndi um höfðingjana. Það er alkunnugt, að jafnvel
þeir höfðingjar, er konungur hafði falið að reka erindi sín,
meðan hann var að seilast hér til valda, fylgdu honurn
fæstir með nokkrum alhuga. Konungsmenn af sannfæringu
hafa verið fáséðir hér á landi um þær mundir. Það er varla
hægt að nefna aðra í þeim hóp en Þorgils skarða og Brand
biskup Jónsson.
Landsmenn tóku engum sinnaskiftum í þessum efnum
við sáttmálana 1262—1264. Fyrst í stað gætti miklu meir
hjá þeim tortryggni en trausts í garð konungdómsins. At-
burðirnir, sem gerðust á Alþingi 1281, og aðdragandi þeirra,
sýndu þetta meðal annars.
Hákon konungur Hákonarson bjó vel í haginn fyrir
eftirkomendur sína. Hann bar giftu til að friða Noreg. Þeg-
ar hann sigraði Skúla Bárðarson 1240, slökkti hann síðustu
glæðurnar af ófriðarbálinu mikla, er þá hafði brunnið í
Noregi lengst af síðan Sigurð konung Jórsalafara leið 1130.
Við lát Hákonar var konungdómurinn öflugri í Noregi en
hann hafði nokkru sinni verið fyrr. Þessu aukna valdi fylgdi
nýtt framtak, og það lýsti sér m. a. í því, að konungar tóku
þá að láta lagasetningu meira til sin taka en fyrr, og gátu
haft þar meiri áhrif en áður. Dagar lögþinganna fornu í
Noregi voru taldir. Nýtt vald var komið til sögunnar, er
óhjákvæmilega hlaut að verða ofjarl þeirra, hlaut að breyta
þeim í anda hins nýja tíma. Hákon hóf sjálfur endurskoð-
un laga Noregs á efri árum sínum. Árangurinn af því starfi
hans voru refsilagaboðin, er sett voru á höfðingjafundi í
Niðarósi 1260, og nú er að finna í inngangi Frostuþings-
laga, og konungserfðalögin, er sett voru á Frostuþingi í
ágústmánuði sama ár.1 2) En þetta var aðeins upphafið. Fram-
hald þessa verks lét hann í hendur syni sínum og eftir-
manni, Magnúsi konungi, er fengið hefir í sögunni hið göfuga
1) P. A. Munch: Det norske Folks Hist. IV. 1., bls. 376; K. Ber-
lin: Isl. statsr. Still. I., bls. 43.
2) A. Taranger í Tidskr. for Retsv. 41., bls. 58—68.