Skírnir - 01.01.1930, Page 145
Skírnir]
Alþingi árið 1281.
139
síðu, að þá hafi komizt á réttareining með íslandi og Nor-
egi og konungur í rauninni innlimað landið i Noreg.* 1) Þetta
er þó fjarri öllum sanni. Þvert á móti sýnir lögtaka Járn-
síðu og síðar Jónsbókar betur en nokkuð annað, að kon-
ungur viðurkenndi það fyllilega, að ísland væri sérstakt
réttarumdæmi og hefði sín lög sér. Enda þótt Magnús
konungur stefndi að því marki, að koma fullkominni rétt-
ureiningu á í Noregi, þá lét hann lögdæmaskiftinguna gömlu
haldast áfram að nafninu til. Landslögin hétu Qulaþingsbók
í Gulaþingi, Frostuþingsbók í Frostuþingi o. s. frv. En allar
þessar lögbækur voru samhljóða um allt, nema eitt einasta
-atriði, nefndarmannatilnefningu til lögþinganna. Um það
efni hlutu sérstök ákvæði að gilda fyrir hvert lögþing. Ef
konungur hefði viljað koma á fullkominni réttareiningu með
Noregi og öðrum löndum sínum, þá hefði hann farið með
þau eins og hann fór með lögdæmin norsku, sent bókina
þangað óbreytta, nema að því er tók til ákvæðanna um
nefndarmannaskipun. Þetta gerði hann og við Færeyjar.
Lögbókin var lögtekin þar óbreytt frá því sem hún var i
Noregi, að öllu öðru en ákvæðunum um nefndarmanna-
skipun. Þessi aðferð var aftur á móti ekki höfð við íslend-
*nga. Járnsíða hefir vafalaust í mörgum efnum verið ólík
norsku lögbókinni frá 1267. Jónsbók víkur í ótal greinum
írá landslögunum norsku frá 1274, ýmsa bálka þeirra vant-
ar alveg í hana og hún hefir hinsvegar bálka, sem þau
®kki hafa, auk alls annars, er þar ber á milli. Konungur
lét sér ekki nægja að senda landsmönnum hinar norsku
lögbækur sínar. Hann taldi sér skylt að láta þá hafa sér-
stakar íslenzkar lögbækur og viðurkenndi með því til fulln-
ustu, að ísland væri sjálfstætt og sérstakt löggjafarumdæmi.
íslendingar tóku Járnsíðu illa, er hún var lögð undir
samþykki Alþingis. Á þinginu 1271 fékkst ekki samþykkt
3f henni annað en Þingfararbálkur og tveir kapítular úr
1) P. A. Munch: Det norske Folks Hist. IV. 1., bls. 376, 629.
E. Hertzberg: De nord. Retsk., bls. 109. K. Berlin: Isl. statsr. Still.
1, bls. 160.